Fyrstu landsliðsmörkin tryggðu fyrsta sigurinn á Algarve-mótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Málfríður skoraði bæði mörk Íslands í sigrinum á Kína. vísir/getty Ísland bar sigurorð af Kína, 2-1, í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í gær. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á mótinu en það tapaði einum leik og gerði tvö jafntefli. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Málfríðar, í þrítugasta landsleik hennar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Málfríður kom Íslandi í 1-0 á 8. mínútu með skoti úr þröngu færi eftir hornspyrnu Thelma Bjarkar Einarsdóttur og skalla Guðmundu Brynju Óladóttur. Wang Shanshan jafnaði metin á 36. mínútu en Málfríður skoraði annað mark sitt á 48. mínútu eftir hornspyrnu Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Sigurinn nærir alltaf. Það er alveg sama hvenær hann kemur. Leikmenn voru klókir að teygja sig eftir sigrinum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið. Hann var að vonum ánægður með hvernig íslenska liðið nýtti föstu leikatriðin í leiknum í gær. „Kínverjarnir eru reyndar mjög öflugir í loftinu en við vorum búin að undirbúa okkur vel og eitt af markmiðum leiksins var að skora eftir fast leikatriði. Það kom ekkert annað til greina en skora og við gerðum tvö,“ sagði Freyr sem var glaður fyrir hönd Málfríðar. „Ég veit alveg hvað Fríða getur gert í föstum leikatriðum, þannig að þetta kom ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Freyr kvaðst að mestu ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum í gær, fyrir utan kaflann um það leyti sem Kínverjar jöfnuðu metin. Markið kom eftir slæm og sjaldséð mistök Glódísar Perlu Viggósdóttur. „Ég var ánægður með nokkra sóknarkafla. Við vorum að spila á móti liði sem spilar 4-4-2 og ætluðum okkur að reyna að spila á milli línanna hjá þeim. Ég var hins vegar mjög óánægður með kaflann í kringum markið sem við fengum á okkur,“ sagði Freyr. „Þar vorum við að reyna barnalega hluti sem okkur var refsað fyrir. En leikmenn unnu sig út úr því og sýndu vilja með því að ráðast á andstæðinginn og ná aftur tökum á leiknum. Svo fannst mér gott að sjá hugarfarið að vilja gera allt til að vinna.“ Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kína 2-1 | Fyrstu landsliðsmörk Málfríðar skiluðu sigrinum Ísland vann lokaleik sinn á Algarve-mótinu í kvöld 2-1 gegn Kína en sjaldséð mörk frá Málfríði Ernu tryggðu íslenskan sigur og um leið níunda sæti á Algarve-bikarnum. 8. mars 2017 20:15 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Ísland bar sigurorð af Kína, 2-1, í leik um 9. sætið á Algarve-mótinu í gær. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins á mótinu en það tapaði einum leik og gerði tvö jafntefli. Málfríður Erna Sigurðardóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Þetta voru fyrstu landsliðsmörk Málfríðar, í þrítugasta landsleik hennar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur. Málfríður kom Íslandi í 1-0 á 8. mínútu með skoti úr þröngu færi eftir hornspyrnu Thelma Bjarkar Einarsdóttur og skalla Guðmundu Brynju Óladóttur. Wang Shanshan jafnaði metin á 36. mínútu en Málfríður skoraði annað mark sitt á 48. mínútu eftir hornspyrnu Margrétar Láru Viðarsdóttur. „Sigurinn nærir alltaf. Það er alveg sama hvenær hann kemur. Leikmenn voru klókir að teygja sig eftir sigrinum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson í samtali við Fréttablaðið. Hann var að vonum ánægður með hvernig íslenska liðið nýtti föstu leikatriðin í leiknum í gær. „Kínverjarnir eru reyndar mjög öflugir í loftinu en við vorum búin að undirbúa okkur vel og eitt af markmiðum leiksins var að skora eftir fast leikatriði. Það kom ekkert annað til greina en skora og við gerðum tvö,“ sagði Freyr sem var glaður fyrir hönd Málfríðar. „Ég veit alveg hvað Fríða getur gert í föstum leikatriðum, þannig að þetta kom ekkert eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Freyr kvaðst að mestu ánægður með frammistöðu Íslands í leiknum í gær, fyrir utan kaflann um það leyti sem Kínverjar jöfnuðu metin. Markið kom eftir slæm og sjaldséð mistök Glódísar Perlu Viggósdóttur. „Ég var ánægður með nokkra sóknarkafla. Við vorum að spila á móti liði sem spilar 4-4-2 og ætluðum okkur að reyna að spila á milli línanna hjá þeim. Ég var hins vegar mjög óánægður með kaflann í kringum markið sem við fengum á okkur,“ sagði Freyr. „Þar vorum við að reyna barnalega hluti sem okkur var refsað fyrir. En leikmenn unnu sig út úr því og sýndu vilja með því að ráðast á andstæðinginn og ná aftur tökum á leiknum. Svo fannst mér gott að sjá hugarfarið að vilja gera allt til að vinna.“
Fótbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Kína 2-1 | Fyrstu landsliðsmörk Málfríðar skiluðu sigrinum Ísland vann lokaleik sinn á Algarve-mótinu í kvöld 2-1 gegn Kína en sjaldséð mörk frá Málfríði Ernu tryggðu íslenskan sigur og um leið níunda sæti á Algarve-bikarnum. 8. mars 2017 20:15 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Kína 2-1 | Fyrstu landsliðsmörk Málfríðar skiluðu sigrinum Ísland vann lokaleik sinn á Algarve-mótinu í kvöld 2-1 gegn Kína en sjaldséð mörk frá Málfríði Ernu tryggðu íslenskan sigur og um leið níunda sæti á Algarve-bikarnum. 8. mars 2017 20:15
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti