Mannfall í sprengjuárás í Sankti Pétursborg Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2017 12:40 Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Vísir/AFP Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira
Minnst tíu eru látnir og um 50 eru særðir eftir sprengingu í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar, skömmu fyrir hádegi í morgun að íslenskum tíma. Lestarkerfi borgarinnar hefur verið lokað, en heimildir Interfax fréttaveitunnar segja sprengjubrot hafa verið í sprengjunni. Ríkissaksóknari Rússlands segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.Ekki sjálfsmorðsárás Í fyrstu var talið að um tvær sprengingar hefði verið að ræða, en nú hefur verið staðfest að hún var einungis ein. Sprengjan er sögð hafa sprungið í lestarvagni á milli tveggja lestarstöðva. Ekki er um sjálfmorðsárás að ræða, heldur mun sprengjan hafa verið skilin eftir um borð í lestinni í skjalatösku. Lestarstjórinn er sagður hafa bjargað mannslífum með því að halda ferð lestarinnar áfram að næstu lestarstöð.Vísir/GraphicNewsInterfax fréttaveitan segir að maðurinn sem skyldi sprengjuna eftir sjáist á öryggisupptökum. Ríkisstjóri Pétursborgar hélt því fram fyrr í dag að um fimmtíu væru særðir. Gagnhryðjuverkanefnd Rússlands, ssagði svo seinna að níu hefðu dáið og rúmlega tuttugu særst. Nú er talan aftur komin upp í um 50 og tala látinna í tíu. Þá var einnig staðfest að önnur sprengja hefði fundist og hún hefði verið aftengd. Vladimir Putin, forseti Rússlands, var í Pétursborg í morgun. Hann segir of snemmt að fullyrða um árásina og að rannsókn muni skoða alla möguleika. Öryggi í Moskvu hefur verið aukið í kjölfar árásarinnar í Pétursborg. Utanríkisráðuneytið hefur haft samband við þá Íslendinga sem vitað er að séu búsettir í Pétursborg. Þeir eru allir heilir á húfi, en ekki er vitað til þess að Íslendingar séu á ferð þar.Lengi glímt við hryðjuverk Rússar eru ekki ókunnugir hryðjuverkaárásum, sem flestar hafa verið framdar af aðskilnaðarsinnum frá Téténíu. Þá hefur Íslamska ríkið í Téténíu heitið árásum á Rússland, en fjölmargir rússar gengu til liðs við ISIS. Árið 2010 dóu 38 manns þegar tvær konur sprengdu sig í loft upp í neðanjarðarlestum í Moskvu. Árið 2004 dóu 330 manns, þar af um helmingurinn börn, þegar vígamenn tóku yfir skóla í suðurhluta Rússlands. Árið 2002 dóu 120 þegar lögregla réðst til atlögu gegn vígamönnum í leikhúsi í Moskvu.Myndir af þessum manni eru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum, en það hefur ekki verið staðfest að hann hafi komið að árásinni. St.Petersburg explosion: Photo of suspected man https://t.co/a9D29RfEZ5 pic.twitter.com/HHTz0Rb9DO via @Fontanka_spb— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 .@Repub_Breaking Alleged photo of IED defused at Ploschad Vosstaniya station https://t.co/419cuSIdBT pic.twitter.com/S501LL4mff via @CITeam_en— Liveuamap (@Liveuamap) April 3, 2017 Explosions In St. Petersburg in the subway: casualties, fatalities reported pic.twitter.com/rWubWZE1lT— Hromadske Int. (@Hromadske) April 3, 2017 BREAKING: Reports of an explosion at a metro station in Saint Petersburg #Russia - @WarfareWWpic.twitter.com/eEmZ9WULpp— Conflict News (@Conflicts) April 3, 2017 Video of the aftermath in metro. Graphic, obviously pic.twitter.com/OxZgoPsckk— Oliver Carroll (@olliecarroll) April 3, 2017
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Sjá meira