Bandarísk og norður-kóresk stjórnvöld ræða enn saman þrátt fyrir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2017 10:49 Joseph Yun er sérstakur fulltrúi Bandaríkjastjórnar í málefnum Norður-Kóreu. Vísir/AFP Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu. Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Erindrekar Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ræða enn saman á bak við tjöldin þrátt fyrir að Donald Trump forseti hafi fullyrt að slíkar viðræður séu tímasóun. Samskiptin eru sögð fara fram í gegnum sendinefnd Norður-Kóreu við Sameinuðu þjóðirnar í New York. Samskipti Norður-Kóreu við umheiminn og Bandaríkin sérstaklega hafa verið þrungin spennu í ljósi endurtekinna kjarnorku- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins. Trump hefur hellt olíu á eldinn með óvenju digurbarkalegum hótunum um að gjöreyða Norður-Kóreu.Reuters-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að Joseph Yun, samningamaður Bandaríkjanna, hafi verið í samskiptum við norður-kóresku sendinefndina í New York. Yun hefur meðal annars hvatt viðmælendur sína um að hætta tilraunum með kjarnorkusprengjur og eldflaugar. Eftir að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að viðræður við fulltrúa Norður-Kóreu héldu áfram „þar til fyrstu sprengjurnar falla“ um miðjan október tísti Trump að hann væri að sóa tíma sínum með því að ræða við stjórnvöld í Pjongjang. Það virðast hins vegar hafa verið orðin tóm. Heimildarmaður Reuters hjá utanríkisráðuneytinu segir að hvorki tíðni né umfang þessara þreifinga á milli diplómata þjóðanna tveggja hafi minnkað. Reuters segir að engu síður bendi ekkert til þess að viðræðurnar hafi bætt samskipti ríkjanna fram að þessu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir „Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29 Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Enn harðnar Kóreudeilan. Ummæli forseta Bandaríkjanna vekja spurningar. 7. október 2017 23:29
Segir viðræður við Norður-Kóreu vera tímaeyðslu Donald Trump hefur sagt Rex Tillerson að hann sé að eyða tíma sínum með að reyna að semja við "litla eldflugamanninn.“ 1. október 2017 17:20