Ásmundur biður Rauða krossinn afsökunar: Segist hafa verið argur og þreyttur Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 22:31 Ásmundur Friðriksson segir síðustu tvo daga hafa verið sér þunga í skauti. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins. Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beðið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á ummælum sínum í Fréttablaðinu í dag. Þar neitaði Ásmundur að upplýsa hversu mikið hann fékk greitt fyrir akstur sem þingmaður og sagði að fréttamenn væru ekki að spyrja hvað lögfræðingar Rauða krossins eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Ásmundur segir í færslu sem hann birti í kvöld á Facebook að síðustu dagar hafi verið honum þungir í skauti og að hann hafi verið illa fyrirkallaður þegar blaðamaður Fréttablaðsins hafði samband við hann. „Viðtal sem ég átti ekki að taka undir þeim kringumstæðum, argur og þreyttur. Það var ávísun á vonda útkomu og ég bið Rauða krossinn og starfsfólk hans afsökunar á orðalagi sem aldrei átti að vera og stofnunin átti ekki skilið. Fer ekki í frekari útskýringar á því eða umkenningarleik,“ skrifar Ásmundur. Stjórn Oddfellowreglunnar á Íslandi sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem greint var frá því að Ásmundur hefði farið fram á að láta af embætti sem varastórsírs reglunnar af persónulegum ástæðum. Erindi Ásmundur var tekið fyrir á fundi stjórnarinnar í dag en í færslunni sem hann birtir í kvöld segist hann hafa stigið þung skref sem hann þurfti að stíga. „En vonandi fennir fljótt í þau spor og það birti að nýjum degi með nýjum tækifærum,“ skrifar Ásmundur. Hann segist vera mannlegur og breiskur maður sem geri mistök. „En get líka beðið afsökunar á þeim eins og ég geri nú. Ég vona að það birti á nýjum degi og hann lygni eftir storminn.“ Ekki náðist í Ásmund í kvöld vegna málsins.
Tengdar fréttir Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59 Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06 Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Ásmundur hættur sem varastórsír hjá Oddfellowreglunni Baðst lausnar af persónulegum ástæðum. 1. nóvember 2017 17:59
Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. 1. nóvember 2017 15:06
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00