Segir Ásmund bera flóttamenn saman við þingmenn í akstri um landið Hulda Hólmkelsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. nóvember 2017 15:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“ Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki skilja hvað Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, gangi til þegar hann svarar fyrirspurn blaðamanns Fréttablaðsins á þá leið að spyrja hvort að blaðamaðurinn væri að kanna hvða lögfræðingarnir Rauða krossins væru að fá fyrir að senda bréf til innnanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda. Helga Vala segir að það ætti að vera uppi á borðum hvað þingmenn séu að fá í aukagreiðslur. „Hann er spurður ákveðinnar spurningar um aksturskostnað sem hann rukkar Alþingi um og svarar með því að spyrja hvað lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf. Ég hefði spurt hann aftur því hann í fyrsta lagi svarar ekki spurningunni og svo fer hann bara að tala tóma vitleysu. Lögfræðingar hjá Rauða krossinum fá ekkert hærri laun þó að hingað komi fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki frekar en hjúkrunarfræðingar fá hærri laun ef það veikjast fleiri. Þeir eru bara í vinnunni. Ég skil ekki alveg hvaða leið þessi þingmaður Sjálfstæðisflokksins er að fara,“ segir Helga Vala.„Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta“ Hún segir ekki hægt að bera saman laun lögfræðinga Rauða krossins við aukagreiðslur þingmanna. „Lögfræðingar hjá Rauða krossinum eru á mánaðarlaunum og það fullkomlega óháð því hvað þeir þurfa að vinna mikið. Ásmundur Friðriksson er þingmaður sem fær peninga ef hann leggur fram einhvern aksturskostnað og það er bara verið að spyrja hann einfaldrar og sjálfsagðrar spurningar: hvað hefur þú rukkað okkur íslenska þjóð um mikinn pening vegna þíns aksturs. Hann ákveður að svara því ekki og snúa svona út úr. [...] Hann er að bera saman flóttamenn sem flýja stríð og ofsóknir og þingmenn í akstri um landið. Ég átta ekki mig alveg á hvaða vegferð hann er. Hvort hann er að líkja sér við fólk í neyð.“ Aðspurð hvort það sé ekki réttlætanlegt að þingmenn gefi upp svona greiðslur segir Helga Vala: „Ég myndi telja að launagreiðendur þingmannsins hefðu fullan rétt á að fá upplýsingar um þetta. Það á bara að vera uppi á borðum hvað þingmenn eru að fá í aukagreiðslur.“
Aksturskostnaður þingmanna Tengdar fréttir Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Svar fyrrverandi þingforseta leiðir í ljós háar upphæðir til þingmanna 2013-2106. Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur aldrei velt fyrir sér hvort ódýrara sé að nota bílaleigubíl. Alþingi gefur ekki upp persónugreinanlegar upplýsingar. 1. nóvember 2017 06:00