Svarar ekki um aksturskostnað: „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá“ Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2017 06:00 Ásmundur Friðriksson vildi ekki svara hve mikið hann hefur fengið endurgreitt vegna aksturskotnaðar. vísir/vilhelm Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins. Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Á árunum 2013 til ársloka 2016 hafa þingmenn fengið 163 milljónir króna greiddar vegna aksturs eigin bifreiða. Þingmenn geta haldið akstursdagbækur. Þingmenn Suðurkjördæmis fá mun hærri endurgreiðslu en aðrir þingmenn. Þetta kemur fram í svari þáverandi forseta þingsins, Unnar Brár Konráðsdóttur, við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað alþingismanna. Í fyrra endurgreiddi þingið um 35 milljónir króna til þingmanna vegna aksturs eigin bíla. Þar af fóru 22,2 milljónir til þingmanna í Suðurkjördæmi eða tvær af hverjum þremur krónum. Alþingi hefur ítrekað neitað því að greina greiðslur til einstakra þingmanna niður og því fæst ekki frekari sundurliðun. Í svari Unnar Brár kemur fram að endurgreiðslur til þingmanna í Norðvesturkjördæmi hafi dregist verulega saman árið 2015 eftir að þingmenn fóru greinilega að nýta sér bílaleigubíla í meiri mæli. Þingið hefur mælst til þess að þingmenn nýti sér bílaleigubíla þar sem það er ódýrari kostur fyrir þingið.Allt eftir bókinni „Ég hef ekkert skoðað það sérstaklega hvað það kostar að taka bílaleigubíl. Ég er bara með minn bíl og hann er skrifstofan mín. Ég skrái niður akstur minn samviskusamlega og samkvæmt mínum kjörum er mér heimilt að nota bílinn minn. Ég hef alltaf gert þetta í samræmi við lög og reglur og ekki fengið neinar athugasemdir frá yfirboðurum mínum,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þegar hann er spurður hvort hann vilji upplýsa hversu mikið hann ók á síðasta ári og hversu háar upphæðir hann fékk greiddar vegna aksturs var hann ekki tilbúinn til þess. „Þið eruð ekki að spyrja hvað lögfræðingarnir frá Rauða krossinum eru að fá fyrir að senda bréf til innanríkisráðuneytisins vegna hælisleitenda, er það? Þið viljið ekki að þeir missi spón úr aski sínum?“ Lítill sem enginn vilji virðist vera fyrir því hjá þingmönnum Suðurkjördæmis að nýta bílaleigubíla. Árið 2016 greiddi þingið 8.301 krónur vegna bílaleigubíla þingmanna kjördæmisins.
Aksturskostnaður þingmanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira