Telja göngin eyðileggja raforkuframleiðslu sína Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Vaðlaheiðargöng eru talin drena hluta Vaðlaheiðar. vísir/auðunn Gerð Vaðlaheiðarganga olli því að bæjarlækurinn við Nes í Fnjóskadal þornaði upp með þeim afleiðingum að rafstöð sem ábúendur jarðarinnar nýttu til upphitunar og lýsingar varð óvirk. Vaðlaheiðargöng buðust til að borga tengingu við rafmagn og hitaveitu. Bærinn Nes stendur rétt norðan við gangamunna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Bæjarlækurinn kemur úr Vaðlaheiðinni og hefur séð bænum fyrir nægu vatni til framleiðslu á rafmagni til bæði kyndingar og lýsingar. Bærinn var því ekki tengdur við hitaveitu eða rafmagn og því ærið verkefni að koma því í rétt horf eftir að rennslið minnkaði. „Þann 23. október 2015 minnkaði rennslið í ánni sem kemur úr Vaðlaheiðinni svo mikið að ekki var hægt að framleiða rafmagn til húshitunar,“ segir Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, bóndi í Nesi. „Eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin hætti nærri rennslið hjá okkur. Þetta var nokkuð högg fyrir okkur og við stóðum í viðræðum við Vaðlaheiðargöng í rúmt ár til að fá lausn á málinu.“ Valgeir Bergmann segir það rétt að á einhverjum tímapunkti í greftrinum hafi vatn í læknum snarminnkað. Hins vegar töldu Vaðlaheiðargöng sig ekki bera skaðabótaskyldu vegna breytinga á vatnsflæði úr Vaðlaheiðinni. „Til að koma til móts við ábúendur buðum við þeim að tengja þá við rafmagn og hitaveitu og að við myndum greiða kostnaðinn við það. Sú varð niðurstaðan og við teljum málinu lokið,“ segir Valgeir. „Í því felst ekki einhvers konar samþykki fyrir því að vinna okkar hafi valdið þessu.“ Sigurlína segist ekki par sátt. „Þetta er niðurstaðan en ég er ekkert endilega sátt við hana. Það er dýrt að vera með lögfræðinga í vinnu og því ákváðum við að sættast á þessa stöðu. Í stað þess að vera sjálfum okkur nóg þurfum við að kaupa rafmagn og heitt vatn á um 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Sigurlína. „Það er ágætis upphæð og kostnaður sem við þurftum ekki að reiða af hendi áður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gerð Vaðlaheiðarganga olli því að bæjarlækurinn við Nes í Fnjóskadal þornaði upp með þeim afleiðingum að rafstöð sem ábúendur jarðarinnar nýttu til upphitunar og lýsingar varð óvirk. Vaðlaheiðargöng buðust til að borga tengingu við rafmagn og hitaveitu. Bærinn Nes stendur rétt norðan við gangamunna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Bæjarlækurinn kemur úr Vaðlaheiðinni og hefur séð bænum fyrir nægu vatni til framleiðslu á rafmagni til bæði kyndingar og lýsingar. Bærinn var því ekki tengdur við hitaveitu eða rafmagn og því ærið verkefni að koma því í rétt horf eftir að rennslið minnkaði. „Þann 23. október 2015 minnkaði rennslið í ánni sem kemur úr Vaðlaheiðinni svo mikið að ekki var hægt að framleiða rafmagn til húshitunar,“ segir Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, bóndi í Nesi. „Eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin hætti nærri rennslið hjá okkur. Þetta var nokkuð högg fyrir okkur og við stóðum í viðræðum við Vaðlaheiðargöng í rúmt ár til að fá lausn á málinu.“ Valgeir Bergmann segir það rétt að á einhverjum tímapunkti í greftrinum hafi vatn í læknum snarminnkað. Hins vegar töldu Vaðlaheiðargöng sig ekki bera skaðabótaskyldu vegna breytinga á vatnsflæði úr Vaðlaheiðinni. „Til að koma til móts við ábúendur buðum við þeim að tengja þá við rafmagn og hitaveitu og að við myndum greiða kostnaðinn við það. Sú varð niðurstaðan og við teljum málinu lokið,“ segir Valgeir. „Í því felst ekki einhvers konar samþykki fyrir því að vinna okkar hafi valdið þessu.“ Sigurlína segist ekki par sátt. „Þetta er niðurstaðan en ég er ekkert endilega sátt við hana. Það er dýrt að vera með lögfræðinga í vinnu og því ákváðum við að sættast á þessa stöðu. Í stað þess að vera sjálfum okkur nóg þurfum við að kaupa rafmagn og heitt vatn á um 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Sigurlína. „Það er ágætis upphæð og kostnaður sem við þurftum ekki að reiða af hendi áður.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira