Fangelsið hálftómt en biðlistinn lengist Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði er fyrsta byggingin sem Íslendingar reisa gagngert sem fangelsi á lýðveldistímanum. vísir/gva Af 56 plássum í fangelsinu á Hólmsheiði eru aðeins 30 pláss nýtt. Stendur því nær helmingur fangelsisins auður. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur lengst frá því nýtt húsnæði á Hólmsheiði var tekið í notkun. Bygging fangelsisins kostaði tæpir þrjá milljarða króna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það langtímaverkefni að vinda ofan af boðunarlistanum sem hefur myndast síðasta áratug. Hann sé þess fullviss að fangelsið á Hólmsheiði muni hafa jákvæð áhrif í þeim efnum.Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Pláss er fyrir 56 fanga í fangelsinu miðað við 100 prósent nýtingu. Nýting umfram 90 prósent er hins vegar ekki raunhæf,“ segir Páll. Hins vegar sé nýtingin um 53 prósent núna. „Um er að ræða fangelsi sem gegnir þrískiptu hlutverki; móttökufangelsi, langtímavistunarfangelsi fyrir konur og gæsluvarðhaldseinangrunarfangelsi,“ segir Páll. Fangelsið hefur verið tekið í notkun sem langtímavistunarfangelsi fyrir konur auk þess að gegna hlutverki móttökufangelsis. Gæsluvarðhaldshlutverk fangelsisins hefur enn ekki verið virkjað og vistast einangrunarfangar á Litla-Hrauni. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur verið gríðarlega langur síðustu ár og hafa fangar þurft að bíða lengi eftir að afplána dóma sína. Um 450 einstaklingar hafa verið á biðlista síðustu ár eftir afplánun en þessi biðlisti var tómur árið 2007. Ekki verður hægt að fullnýta fangelsið á Hólmsheiði fyrr en í fyrsta lagi í lok árs þegar viðgerðum á Litla-Hrauni lýkur. „Gæsluvarðhaldseinangrun hefur ekki verið tekin í notkun en auk þess er mikilvægt að taka nýtt fangelsi í notkun á þeim hraða sem allir ráða við,“ segir Páll. Því sé ekki ráðlegt að fylla fangelsið strax á fyrstu dögum rekstrar. „Þá þurfum við að eiga laus pláss fyrir sumarið þar sem loka þarf einu fangahúsi á Litla-Hrauni í allt sumar vegna viðhalds. Í því búa 22 fangar og þarf að finna þeim aðrar vistarverur yfir sumarmánuðina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Af 56 plássum í fangelsinu á Hólmsheiði eru aðeins 30 pláss nýtt. Stendur því nær helmingur fangelsisins auður. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur lengst frá því nýtt húsnæði á Hólmsheiði var tekið í notkun. Bygging fangelsisins kostaði tæpir þrjá milljarða króna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það langtímaverkefni að vinda ofan af boðunarlistanum sem hefur myndast síðasta áratug. Hann sé þess fullviss að fangelsið á Hólmsheiði muni hafa jákvæð áhrif í þeim efnum.Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Pláss er fyrir 56 fanga í fangelsinu miðað við 100 prósent nýtingu. Nýting umfram 90 prósent er hins vegar ekki raunhæf,“ segir Páll. Hins vegar sé nýtingin um 53 prósent núna. „Um er að ræða fangelsi sem gegnir þrískiptu hlutverki; móttökufangelsi, langtímavistunarfangelsi fyrir konur og gæsluvarðhaldseinangrunarfangelsi,“ segir Páll. Fangelsið hefur verið tekið í notkun sem langtímavistunarfangelsi fyrir konur auk þess að gegna hlutverki móttökufangelsis. Gæsluvarðhaldshlutverk fangelsisins hefur enn ekki verið virkjað og vistast einangrunarfangar á Litla-Hrauni. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur verið gríðarlega langur síðustu ár og hafa fangar þurft að bíða lengi eftir að afplána dóma sína. Um 450 einstaklingar hafa verið á biðlista síðustu ár eftir afplánun en þessi biðlisti var tómur árið 2007. Ekki verður hægt að fullnýta fangelsið á Hólmsheiði fyrr en í fyrsta lagi í lok árs þegar viðgerðum á Litla-Hrauni lýkur. „Gæsluvarðhaldseinangrun hefur ekki verið tekin í notkun en auk þess er mikilvægt að taka nýtt fangelsi í notkun á þeim hraða sem allir ráða við,“ segir Páll. Því sé ekki ráðlegt að fylla fangelsið strax á fyrstu dögum rekstrar. „Þá þurfum við að eiga laus pláss fyrir sumarið þar sem loka þarf einu fangahúsi á Litla-Hrauni í allt sumar vegna viðhalds. Í því búa 22 fangar og þarf að finna þeim aðrar vistarverur yfir sumarmánuðina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35