Draumur rættist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 11:30 John Arne Riise fyrir framan stúkuna á Anfield. Vísir/Getty Það var fjör á Anfield í Liverpool um helgina þrátt fyrir enska úrvalsdeildin hafi verið í fríi vegna landsleikjahlés. Liverpool nýtti tækifærið og mætti Real Madrid í góðgerðaleik á Anfield en leikmenn liðanna voru gamlar stjörnur. Liverpool vann leikinn 4-3 en uppselt var á leikinn. Allur ágóðinn fór til LFC Foundation. Michael Owen, John Aldridge, Robbie Fowler og Steven Gerrard skoruðu mörk Liverpool-liðsins í leiknum. Owen spilaði eins og kunnugt er með báðum félögunum á sínum tíma. Ein af gömlu stjörnunum sem mætti til Liverpool var Norðmaðurinn John Arne Riise en hann sagði í viðtali við heimasíðu Liverpool að ekkert hefði getað komið í veg fyrir að hann mætti á svæðið. „Ef ég hefði verið með eitthvað skipulagt þá hefði ég frestað því. Þetta er mitt félag og mitt heimili,“ sagði John Arne Riise við heimasíðu Liverpool en Norðmaðurinn var mjög vinsæll leikamaður á þeim sjö árum sem hann var hjá Liverpool. Ian Rush, sem stýrði Liverpool-liðinu, setti Norðmanninn að sjálfsögðu í byrjunarliðið sitt. „Það var stórkostlegt að koma til baka og spila fyrir fullan völl. Þarna var draumur minn að rætast en það er langt síðan að ég fékk að upplifa það að spila fyrir fullan Anfield,“ sagði Riise. Hann spilaði með Liverpool frá 2001 til 2008 og vann meðal annars Meistaradeildina á sínum tíma. „Við fengum frábærar móttökur og það voru allir mjög sáttir inn í klefa eftir leikinn,“ sagði Riise sem notaði einnig tækifærið og hrósaði félaginu fyrir hvernig stækkun stúkunnar tókst. „Hún er glæsileg,“ sagði Riise."It's my club, my home." @JARiiseOfficial on his 'dream come true' at #LFCRealLegends: https://t.co/oCcnBJIFlY pic.twitter.com/nLID168yu3— Liverpool FC (@LFC) March 27, 2017 Left-back love. pic.twitter.com/dqMcOrxhTX— Liverpool FC (@LFC) March 25, 2017 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Það var fjör á Anfield í Liverpool um helgina þrátt fyrir enska úrvalsdeildin hafi verið í fríi vegna landsleikjahlés. Liverpool nýtti tækifærið og mætti Real Madrid í góðgerðaleik á Anfield en leikmenn liðanna voru gamlar stjörnur. Liverpool vann leikinn 4-3 en uppselt var á leikinn. Allur ágóðinn fór til LFC Foundation. Michael Owen, John Aldridge, Robbie Fowler og Steven Gerrard skoruðu mörk Liverpool-liðsins í leiknum. Owen spilaði eins og kunnugt er með báðum félögunum á sínum tíma. Ein af gömlu stjörnunum sem mætti til Liverpool var Norðmaðurinn John Arne Riise en hann sagði í viðtali við heimasíðu Liverpool að ekkert hefði getað komið í veg fyrir að hann mætti á svæðið. „Ef ég hefði verið með eitthvað skipulagt þá hefði ég frestað því. Þetta er mitt félag og mitt heimili,“ sagði John Arne Riise við heimasíðu Liverpool en Norðmaðurinn var mjög vinsæll leikamaður á þeim sjö árum sem hann var hjá Liverpool. Ian Rush, sem stýrði Liverpool-liðinu, setti Norðmanninn að sjálfsögðu í byrjunarliðið sitt. „Það var stórkostlegt að koma til baka og spila fyrir fullan völl. Þarna var draumur minn að rætast en það er langt síðan að ég fékk að upplifa það að spila fyrir fullan Anfield,“ sagði Riise. Hann spilaði með Liverpool frá 2001 til 2008 og vann meðal annars Meistaradeildina á sínum tíma. „Við fengum frábærar móttökur og það voru allir mjög sáttir inn í klefa eftir leikinn,“ sagði Riise sem notaði einnig tækifærið og hrósaði félaginu fyrir hvernig stækkun stúkunnar tókst. „Hún er glæsileg,“ sagði Riise."It's my club, my home." @JARiiseOfficial on his 'dream come true' at #LFCRealLegends: https://t.co/oCcnBJIFlY pic.twitter.com/nLID168yu3— Liverpool FC (@LFC) March 27, 2017 Left-back love. pic.twitter.com/dqMcOrxhTX— Liverpool FC (@LFC) March 25, 2017
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira