Beckham einu skrefi nær Miami-draumnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 10:15 David Beckham. Vísir/Getty David Beckham hefur lengi stefnt á það að stofna fótboltalið í Miami-borg í Bandaríkjunum og nú er kappinn farinn að sjá ljósið. Beckham og fjárfestingahópur hans hefur nú fengið samþykki fyrir því hjá yfirvöldum í Miami-Dade að eignast síðasta hlutann af landsvæðinu þar sem ætlunin er að byggja nýjan knattspyrnuleikvang. Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn fjórum í borgarstjórn.#Today: @MiamiDadeBCC approved w/ 9-4 vote for land sale of @MiamiDadeWater to Miami Beckham United. Full agenda: https://t.co/MoIMChCMy6. pic.twitter.com/bkpqgQdeTg— MiamiDadeBCC (@MiamiDadeBCC) June 6, 2017 Ætlunin er að byggja 25 þúsund sæta leikvang í Overtown hverfinu í Miami en Miami er 5,5 milljón manna borg á suður Flórídaskaga. Það hefur tekið dágóðan tíma fyrir Beckham og fjárfestingahóp hans að finna liðinu samastað í Miami en fjögur ár eru síðan leitin hófst. Beckham og félagar munu borga níu milljónir dollara fyrir síðasta hlutann af landssvæðinu en þeir höfðu áður borgað 19 milljónir dollara fyrir stærri hlutann. MLS-deildin hefur enn ekki formlega úthlutað liði Beckham sæti í deildinni en það er búist við að það gerist nú strax í þessum mánuði þar sem að vallarstæðið er nú tryggt. Stefnan er að leikvangurinn verði nú tilbúinn árið 2020 en fjárfestingahópurinn varð að seinka því um eitt ár vegna þess hversu lengi það tók að ganga frá staðsetningu leikvangsins. Það er langt síðan að Beckham fór að dreyma um það að eignast fótboltafélag í Bandaríkjunum. Þegar hann samdi við Los Angeles Galaxy árið 2007 þá setti hann klausu inn í samninginn sem heimilaði honum að koma með nýtt félag inn í MLS-deildina fyrir 25 milljónir dollara. Árið 2013 ákvað Beckham og fjárfestingahópur hans síðan að þetta lið ætti að vera í Miami. Nú árið 2017 er ljóst að heimavöllur liðsins verður í Overtown hverfinu í Miami. Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
David Beckham hefur lengi stefnt á það að stofna fótboltalið í Miami-borg í Bandaríkjunum og nú er kappinn farinn að sjá ljósið. Beckham og fjárfestingahópur hans hefur nú fengið samþykki fyrir því hjá yfirvöldum í Miami-Dade að eignast síðasta hlutann af landsvæðinu þar sem ætlunin er að byggja nýjan knattspyrnuleikvang. Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum gegn fjórum í borgarstjórn.#Today: @MiamiDadeBCC approved w/ 9-4 vote for land sale of @MiamiDadeWater to Miami Beckham United. Full agenda: https://t.co/MoIMChCMy6. pic.twitter.com/bkpqgQdeTg— MiamiDadeBCC (@MiamiDadeBCC) June 6, 2017 Ætlunin er að byggja 25 þúsund sæta leikvang í Overtown hverfinu í Miami en Miami er 5,5 milljón manna borg á suður Flórídaskaga. Það hefur tekið dágóðan tíma fyrir Beckham og fjárfestingahóp hans að finna liðinu samastað í Miami en fjögur ár eru síðan leitin hófst. Beckham og félagar munu borga níu milljónir dollara fyrir síðasta hlutann af landssvæðinu en þeir höfðu áður borgað 19 milljónir dollara fyrir stærri hlutann. MLS-deildin hefur enn ekki formlega úthlutað liði Beckham sæti í deildinni en það er búist við að það gerist nú strax í þessum mánuði þar sem að vallarstæðið er nú tryggt. Stefnan er að leikvangurinn verði nú tilbúinn árið 2020 en fjárfestingahópurinn varð að seinka því um eitt ár vegna þess hversu lengi það tók að ganga frá staðsetningu leikvangsins. Það er langt síðan að Beckham fór að dreyma um það að eignast fótboltafélag í Bandaríkjunum. Þegar hann samdi við Los Angeles Galaxy árið 2007 þá setti hann klausu inn í samninginn sem heimilaði honum að koma með nýtt félag inn í MLS-deildina fyrir 25 milljónir dollara. Árið 2013 ákvað Beckham og fjárfestingahópur hans síðan að þetta lið ætti að vera í Miami. Nú árið 2017 er ljóst að heimavöllur liðsins verður í Overtown hverfinu í Miami.
Fótbolti Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira