Meintur árásarmaður sjálfboðaliði í forsetaframboði Bernie Sanders Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:33 Bernie Sanders fordæmir árásina. Vísir/Getty Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum. Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Fjölmiðlar vestan hafs hafa nú nafngreint manninn sem sagður er hafa skotið á hóp fólks sem var á æfingu fyrir hafnaboltamót sem halda átti í góðgerðarskini. Til stóð að þingmenn Repúblikana og Demókrata myndu etja kappi en til leiksins kom aldrei því James T. Hodgkinson er sagður hafa hleypt af byssu sinni með þeim afleiðingum fimm manns særðust.Meintur árásarmaður sjálfboðaliði SandersEftir að búið var að nafngreina meintan árásarmann hafa fjölmiðlar grandskoðað samskiptamiðla Hodgkinsons og grafið upp allt sem þeir geta um manninn. Við eftirgrennslan fjölmiðla hefur komið í ljós að meintur árásarmaður er mjög pólitískur. Þingmaðurinn Bernie Sanders greindi frá því í yfirlýsingu að hann hefði komist að því að meintur árásarmaður væri stuðningsmaður sinn og ennfremur að hann hefði verið einn sjálfboðaliða við framboð sitt til forseta.Gjörðir Hodgkinsons valda Sanders ógleðiUppgötvunin hefur kallað fram hörð viðbrögð þingmannsins. Sanders talar tæpitungulaust og segir: „Mér verður óglatt yfir þessum fyrirlitlegu gjörðum. Svo ég tali alveg skýrt þá er ofbeldi, í hvaða mynd sem er, algjörlega óásættanlegt í okkar samfélagi og ég fordæmi, með öllu, ódæðið.“Bandaríska Alríkislögreglan við störf.Vísir/GettyAð lokum segir Sanders að einungis sé hægt að ná fram alvöru breytingum með friðsamlegum aðgerðum. Allt annað gengi í berhögg við bandarísk gildi. Hinn grunaði virðist hafa haft mjög harðar pólitískar skoðanir. Fésbókarsíða hans er gegnsýrð af áróðri gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hefur hann skrifað stöðuppfærslur á borð við „Trump er sekur og það ætti að fangelsa hann fyrir föðurlandssvik.“ Þá hefur hann kunnað að meta pólitíska skopmynd þar sem ýjað er að því að reka eigi þingmanninn Scalise, eitt fórnarlamba hans.Bandaríkjaforseti tjáir sig um árásinaDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu að meintur vígamaður væri nú látinn. Trump sagði þingmanninn vera góðan vin sinn og auk þess mikinn föðurlandsvin. Hann er sannfærður að hann eigi eftir að ná góðum bata því hann sé baráttumaður mikill. Hann beinir orðum sínum til Scalise og segir:Bandaríska Alríkislögreglan að störfum.Vísir/Getty„Steve, ég vil að þú vitir að þú ert ekki einungis í bænum borgarbúa heldur allrar þjóðarinnar og, blátt áfram, allra jarðarbúa. Bandaríkin biðja fyrir þér og Bandaríkin biður fyrir öllum fórnarlömbum þessarar hræðilegu skotárásar.“Scalise liggur þungt haldinn Þeir sem særðust í árásinni, og voru fluttir á sjúkrahús, voru starfsmaður fulltrúadeildar þingsins, tveir lögregluþjónar, þingmaður Repúblikana, Steve Scalise, og sjálfur Hodgkinsons. Scalise varð fyrir skoti í mjöðm og þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Fréttamiðillinn CNN greinir frá því að ástand hans sé alvarlegt og liggi þingmaðurinn nú þungt haldinn á spítala eftir aðgerðina. Talið er að hann gæti jafnvel þurft á annarri aðgerð að halda.Í myndbandinu hér að neðan eru ítarlegar lýsingar á árás James T. Hodgkinson frá breska ríkisútvarpinu BBC. Sjónarvottar greina frá upplifun sinni af leikvanginum.
Tengdar fréttir Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08 Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18 Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Háttsettur bandarískur þingmaður skotinn á hafnaboltaæfingu Þingmaður fulltrúadeildar bandaríska þingsins, Steve Scalise, var skotinn á hafnaboltaæfingu í Virginíu-fylki í Bandaríkjunum í dag. 14. júní 2017 12:08
Árásarmaður Scalise nafngreindur Bandarískir fjölmiðlar segja árásarmanninn vera James T. Hodgkinson frá bænum Bellville í Illinois-ríki. 14. júní 2017 15:18
Steve Scalise: Hefur líkt sjálfum sér við KKK-leiðtoga Steve Scalise, þingmaður Repúblikana, var við æfingar á hafnaboltavelli í Alexandriu suður af Washington DC þegar hann var skotinn í mjöðmina af manni fyrr í dag. 14. júní 2017 15:00