Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 11:09 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins fyrr í vikunni. Vísir/Hanna Ekki er samhljómur á meðal formanna flokkanna sem sæti eiga á þingi hvort að komið sé að úrslitastund í viðræðum þeirra varðandi það hvernig þingstörfum verður framhaldið. Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. Formennirnir eiga fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, klukkan 14 í dag og segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að hann líti svo á að reyna eigi til þrautar í dag að ná samkomulagi um þingstörfin. „Já, það er nú eiginlega skoðun mín að það hafi engan tilgang að vera að reyna að finna einhverjar sameiginlega lausnir. Það eru engin mál á þinginu og nú erum við búin að taka viku í þetta. Mér finnst bara að það eigi að vera hreinar línur, annað hvort klárum við þetta með einhverjum skynsamlegum hætti með einhverri yfirlýsingu um eitt eða tvö mál,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að allir séu sammála um að ekki sé tími til þess að fara í djúpa, málefnalega vinnu til að ljúka við einhver lög. Engin slík vinna hafi farið fram í þinginu áður en ríkisstjórninni var slitið.„Þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt“ „Þá er bara eðlilegast að setja þingfrestunina á, slíta þessu þingi og hefja kosningabaráttuna úr því að menn náðu ekki saman um nokkurn skapaðan hlut þá verðum við að kjósa og því fyrr því gáfulegra. Það þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki líta svo á að fundurinn í dag sé einhvers konar úrslitafundur og ef ekki náist samkomulag þá sé ekkert annað í stöðunni en að slíta þingi. „Nei, það geri ég ekki. Það eru mál sem þarf að leysa og ef þau leysast í dag þá er það bara afskaplega ánægjulegt að þetta verði síðasti fundurinn. En ef þau leysast ekki í dag þá verður fólk að halda áfram að hittast,“ segir Logi. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að formennirnir nái samkomulagi í dag kveðst Logi hóflega bjartsýnn.Alls ekki víst hvort hægt verði að ljúka málum á fundinum „En auðvitað ekkert alltof bjartsýnn. Það er bara flókið, með sjö flokka, að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst heldur ekki líta svo á að komið sé að úrslitastund þó að staðan sé alls ekki auðvelt. „Það er alls ekkert víst að við ljúkum málum á þessum fundi en ég myndi þó ekkert segja að þetta sé úrslitastund. Það er aldrei þannig. Það eru ennþá meira en fimm vikur til kosninga og ég á nú von á því að þingflokkarnir fundi í kjölfarið á þessum fundi formanna með forseta og fari yfir málin,“ segir Katrín. Ekki náðist í aðra formenn flokkanna á þingi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Ekki er samhljómur á meðal formanna flokkanna sem sæti eiga á þingi hvort að komið sé að úrslitastund í viðræðum þeirra varðandi það hvernig þingstörfum verður framhaldið. Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. Formennirnir eiga fund með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, klukkan 14 í dag og segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að hann líti svo á að reyna eigi til þrautar í dag að ná samkomulagi um þingstörfin. „Já, það er nú eiginlega skoðun mín að það hafi engan tilgang að vera að reyna að finna einhverjar sameiginlega lausnir. Það eru engin mál á þinginu og nú erum við búin að taka viku í þetta. Mér finnst bara að það eigi að vera hreinar línur, annað hvort klárum við þetta með einhverjum skynsamlegum hætti með einhverri yfirlýsingu um eitt eða tvö mál,“ segir Sigurður Ingi og bætir við að allir séu sammála um að ekki sé tími til þess að fara í djúpa, málefnalega vinnu til að ljúka við einhver lög. Engin slík vinna hafi farið fram í þinginu áður en ríkisstjórninni var slitið.„Þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt“ „Þá er bara eðlilegast að setja þingfrestunina á, slíta þessu þingi og hefja kosningabaráttuna úr því að menn náðu ekki saman um nokkurn skapaðan hlut þá verðum við að kjósa og því fyrr því gáfulegra. Það þýðir ekkert að vera í þinginu að gera ekki neitt,“ segir Sigurður. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki líta svo á að fundurinn í dag sé einhvers konar úrslitafundur og ef ekki náist samkomulag þá sé ekkert annað í stöðunni en að slíta þingi. „Nei, það geri ég ekki. Það eru mál sem þarf að leysa og ef þau leysast í dag þá er það bara afskaplega ánægjulegt að þetta verði síðasti fundurinn. En ef þau leysast ekki í dag þá verður fólk að halda áfram að hittast,“ segir Logi. Aðspurður hvort hann sé bjartsýnn á að formennirnir nái samkomulagi í dag kveðst Logi hóflega bjartsýnn.Alls ekki víst hvort hægt verði að ljúka málum á fundinum „En auðvitað ekkert alltof bjartsýnn. Það er bara flókið, með sjö flokka, að ná einhverri sameiginlegri niðurstöðu sem allir geta sætt sig við,“ segir Logi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst heldur ekki líta svo á að komið sé að úrslitastund þó að staðan sé alls ekki auðvelt. „Það er alls ekkert víst að við ljúkum málum á þessum fundi en ég myndi þó ekkert segja að þetta sé úrslitastund. Það er aldrei þannig. Það eru ennþá meira en fimm vikur til kosninga og ég á nú von á því að þingflokkarnir fundi í kjölfarið á þessum fundi formanna með forseta og fari yfir málin,“ segir Katrín. Ekki náðist í aðra formenn flokkanna á þingi þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sigríður Andersen hellir sér yfir Bjarta framtíð og Viðreisn Sakar flokkana um að hafa ekki hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúmi. 21. september 2017 21:36
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Björt: Siðferðið sterkara í Bjartri Framtíð en Sjálfstæðisflokknum Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen tóku eiginhagsmuni Sjálfstæðisflokksins fram yfir almannahag að mati umhverfisráðherra. 22. september 2017 07:19