Heilabilaðir í Garðabæ þurfa að bíða heima og fá ekki dagþjálfun Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2017 06:00 Jón Snædal sendi bréf til bæjarins og brýndi bæinn til verka. Engin dagþjálfun fyrir heilabilaða einstaklinga er starfrækt í Garðabæ en það úrræði er fyrir hendi í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, auk Reykjanesbæjar, Akureyrar og Árborgar. Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, telur mikilvægt að það úrræði sé fyrir hendi í Garðabæ fyrir skjólstæðinga þeirra í því sveitarfélagi. Um þrjátíu einstaklingar í Garðabæ með heilabilun þurfa á úrræðinu að halda að mati Jóns. Tólf sjúklingar hafa fengið þessa dagþjálfun í Hafnarfirði upp á síðkastið en átján eru á biðlista. Þeir staðir þar sem boðið er upp á dagþjálfun eru skilgreindir sem heilbrigðisstofnanir og eru reknir á daggjöldum frá Tryggingastofnun ríkisins. „Það er okkar von að bæjarstjórn Garðabæjar beiti sér fyrir því að opnuð verði þjónusta af þessu tagi í sveitarfélaginu,“ segir Jón.Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar„Um þrjátíu manns þurfa á þessu að halda í Garðabæ og meirihluti þeirra er enn bíðandi heima,“ bætir Jón við. „Það er okkar niðurstaða að lífsgæði þessa fólks verði almennt betri við þessa þjálfun og hitt er að það er alveg ljóst að það seinkar hjúkrunarheimilisvist og fækkar þeim sem þurfa að liggja á Landspítala í bið eftir hjúkrunarheimili sem eru dýrari úrræði en dagþjálfun. Lýðfræðin segir okkur einnig að fleiri þurfi á þessari þjónustu að halda og þar sem verið er að byggja á lóðum fyrir eldra fólk er hætta á að einstaklingum á þessu svæði með sjúkdóma af þessu tagi fjölgi.“ Málið var tekið fyrir í bæjarráði Garðabæjar í byrjun síðustu viku. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir bæjarfélagið ætla að skoða málið og finna hentugt húsnæði fyrir þessa starfsemi. Þörf sé á úrlausn fyrir þetta fólk og málið því í vinnslu innan bæjarkerfisins. Hinsvegar sé það alveg ljóst að starfsemi og þjónusta af þessu tagi er á hendi ríkisins en ekki sveitarfélaga. „Okkur barst þetta bréf og við ákváðum að skoða þetta mál og finna húsnæði,“ segir Áslaug Hulda. „Hins vegar er þetta verkefni ekki á höndum sveitarfélaga heldur ríkis svo það komi skýrt fram.“ Bæjarráð vísaði bréfinu til umfjöllunar fjölskylduráðs og nefndar um málefni eldri borgara í sveitarfélaginu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Engin dagþjálfun fyrir heilabilaða einstaklinga er starfrækt í Garðabæ en það úrræði er fyrir hendi í öllum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, auk Reykjanesbæjar, Akureyrar og Árborgar. Jón Snædal, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala, telur mikilvægt að það úrræði sé fyrir hendi í Garðabæ fyrir skjólstæðinga þeirra í því sveitarfélagi. Um þrjátíu einstaklingar í Garðabæ með heilabilun þurfa á úrræðinu að halda að mati Jóns. Tólf sjúklingar hafa fengið þessa dagþjálfun í Hafnarfirði upp á síðkastið en átján eru á biðlista. Þeir staðir þar sem boðið er upp á dagþjálfun eru skilgreindir sem heilbrigðisstofnanir og eru reknir á daggjöldum frá Tryggingastofnun ríkisins. „Það er okkar von að bæjarstjórn Garðabæjar beiti sér fyrir því að opnuð verði þjónusta af þessu tagi í sveitarfélaginu,“ segir Jón.Áslaug Hulda Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar Garðabæjar„Um þrjátíu manns þurfa á þessu að halda í Garðabæ og meirihluti þeirra er enn bíðandi heima,“ bætir Jón við. „Það er okkar niðurstaða að lífsgæði þessa fólks verði almennt betri við þessa þjálfun og hitt er að það er alveg ljóst að það seinkar hjúkrunarheimilisvist og fækkar þeim sem þurfa að liggja á Landspítala í bið eftir hjúkrunarheimili sem eru dýrari úrræði en dagþjálfun. Lýðfræðin segir okkur einnig að fleiri þurfi á þessari þjónustu að halda og þar sem verið er að byggja á lóðum fyrir eldra fólk er hætta á að einstaklingum á þessu svæði með sjúkdóma af þessu tagi fjölgi.“ Málið var tekið fyrir í bæjarráði Garðabæjar í byrjun síðustu viku. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir bæjarfélagið ætla að skoða málið og finna hentugt húsnæði fyrir þessa starfsemi. Þörf sé á úrlausn fyrir þetta fólk og málið því í vinnslu innan bæjarkerfisins. Hinsvegar sé það alveg ljóst að starfsemi og þjónusta af þessu tagi er á hendi ríkisins en ekki sveitarfélaga. „Okkur barst þetta bréf og við ákváðum að skoða þetta mál og finna húsnæði,“ segir Áslaug Hulda. „Hins vegar er þetta verkefni ekki á höndum sveitarfélaga heldur ríkis svo það komi skýrt fram.“ Bæjarráð vísaði bréfinu til umfjöllunar fjölskylduráðs og nefndar um málefni eldri borgara í sveitarfélaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira