Versti pabbi ársins kominn í bann hjá Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 11:00 Hér má sjá lætin í kringum Ashley Williams í gær. Vísir/Getty Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Myndband af framgöngu eins stuðningsmanns Everton í gærkvöldi vakti mikla athygli hér inn á Vísi enda þessi maður eins langt frá því að vera fyrirmyndafaðir og þeir gerast. Umræddur pabbi blandaði sér nefnilega inn í handalögmál á milli leikmanna franska liðsins Lyon og Ashley Williams, liðsfélaga Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton. Ashley Williams hrinti Anthony Lopes, markverði Lyon, og í framhaldinu hópuðust leikmenn Lyon að Williams fyrir aftan endalínuna. Frönsku leikmennirnir voru mjög ósáttir með það sem Williams gerði markverði þeirra. Það gekk mikið á og hópurinn var kominn alveg að áhorfendastúkunni þegar stuðningsmaður Everton, með litla barnið sitt undir hendinni, réðst að leikmönnum Lyon. Pabbinn sló til leikmanna Lyon sem voru bæði hissa og reiðir þegar þeir fengu þessa óvæntu sendingu úr stúkunni. Það má sjá þetta í myndbandinu hér fyrir neðan. Everton hefur ákveðið að setja pabbann í bann og hafa einnig sent mál hans áfram til lögreglunnar í Liverpool. BBC segir frá. UEFA sektaði Everton um 8.837 pund eftir vandræði í áhorfendastúkunni í heimaleik á móti Hajduk Split í ágúst, meira en 1,2 milljónir íslenskra króna og það má búast við því að enska félagið fá talsvert hærri sekt núna. Pirringur pabbans er kannski táknmynd ástandsins á Goodison Park þessa dagana þar sem ekkert gengur hjá Everton inn á vellinum og skiptir þar engu hvort um ræðir ensku deildina eða Evrópudeildina.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32 Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00 Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Sjá meira
Stuðningsmaður Everton reyndi að lemja leikmenn Lyon með barn í hendinni | Myndband Það sauð upp úr í leik Everton og Lyon í kvöld og áhorfendur tóku þátt í slagsmálunum. 19. október 2017 21:32
Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. 19. október 2017 21:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti