Kosið um stjórnskipan Tyrklands: Kannanir sýna að tæpur meirihluti vill auka völd Erdogan Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2017 23:30 Erdogan vill að forsetaembættið í Tyrklandi fái meiri völd, á kostnað þingsins. Vísir/EPA Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Síðasti dagur kosningabaráttu var í dag í Tyrklandi, þar sem þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnskipan landsins verður haldin á morgun. Kosið verður um það hvort auka eigi völd forsetaembættisins, á kostnað þingsins þar í landi. Skoðanakannanir sýna að tæpur meirihluti Tyrkja styður tillöguna, en afar mjótt er á munum. Forsetinn, Recep Tayyip Erdogan, hefur beitt sér fyrir því að embætti hans fái frekari völd, allt frá því að hluti yfirstjórnar hersins reyndi að fremja valdarán í júlí síðastliðnum eins og alkunna var. Verði tillaga forsetans samþykkt, er ljóst að hann mun geta setið á valdastóli allt til ársins 2029 en með breytingunum myndi forsetinn getað skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu, í stað forsætisráðherrans, líkt og það er nú í Tyrklandi. Ljóst er að Tyrkir eru klofnir í afstöðu sinni til málsins, en skoðanakannanir sýna að mjótt er á mununum. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún auðveldi ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins og færi stjórnkerfi þess nær stjórnkerfum líkt og þekkjast í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þeir segja breytingarnar mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem Kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Þeir sem eru tillögunni andsnúnir óttast hins vegar að breytingarnar muni færa Erdogan allt of mikil völd í hendurnar. Þeir hafa bent á að samkvæmt tillögunni verði ekki til staðar þær hindranir í stjórnkerfinu, sem geti haft hemil á forsetanum, líkt og þekkist í Frakklandi og Bandaríkjunum, með þrískiptingu ríkisvaldsins. Stjórnarandstaðan í Tyrklandi hefur sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins „í eins manns stjórnkerfi.“ Kjörstaðir í Tyrklandi munu opna 07:00 í fyrramálið, á tyrkneskum tíma og munu kjörstaðir loka klukkan 18:00 en talið er að fyrstu tölur muni berast seint annað kvöld.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Sjá meira