Sky Sports staðhæfir að Manchester United hafi ekki lagt fram risatilboð í Kylian Mbappe, eins og ítalskir fjölmiðlar hafa haldið fram.
Mbappe hefur slegið í gegn með franska liðinu Monaco í vetur en liðið mætir Juventus í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Því var haldið fram að United hefði lagt fram 72 milljóna punda tilboð í Mbappe, sem er átján ára, en það er jafnvirði tæpra tíu milljarða króna.
Sky Sports segir hins vegar ekkert hæft í því og hefur eftir heimildum sínum innan raða United.
Mbappe hefur skorað 24 mörk með Monaco á tímabilinu, þar af fimm í Meistaradeildinni. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki í kvöld þar sem hann mun kljást við Gianluigi Buffon, hin þaulreynda markvörð Juventus.
Mbappe hefur verið orðaður við öll stærstu lið Evrópu og Arsene Wenger viðurkenndi nýlega að hann hefði áhuga á kappanum. Hann sagði þó einnig líklegt að félög með meiri pening á milli handanna væru á höttunum eftir leikmanninum franska.
Ekkert risatilboð frá United í Mbappe
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn

„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti

„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn




Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn