Benedikt: „Segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 24. janúar 2017 20:30 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir „Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum. Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
„Við segjum svarta hagkerfinu og skattaskjólunum stríð á hendur. Í kjölfar skýrslu um umfang aflandseyjaeigna Íslendinga hef ég átt fundi með bæði ríkisskattstjóra og skattrannsóknarstjóra í því skyni að loka skattasmugunum,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, í ræðu sinni á Alþingi þar sem nú fara fram umræður um stefnuræðu forsætisráðherra.Umræðurnar má sjá í beinni útsendingu hér.„Góðæri er einmitt rétti tíminn til þess að hugsa hlutina upp á nýtt og ráðast í nauðsynlegar umbætur,“ sagði Benedikt og var bjartsýnn á framtíðina. Hann nefndi að þó svo að ytri aðstæður séu margt um góðar væri samt sem áður ástæða til breytinga. Ísland þurfi að vera samkeppnishæft við önnur lönd og lífsgæðin og stöðugleiki í efnahagsmálum skipti þar höfuð máli. „Þversögnin sem við blasir er að þjóðin þarf á tvennu að halda: Breytingum og stöðugleika. Við höldum í það góða, breytum hinu. Við viljum kerfisbreytingar, en engar kollsteypur,“ segir Benedikt og lagði áherslu á að stöðuleiki skipti sköpum í íslensku efnahagslífi og gæti talist til ákveðnar byltingar. Nefndi hann að uppsveifla í efnahagsmálum væri vissulega skemmtileg en fallið sem henni fylgi væri hins vegar ekki jafn skemmtilegt og hana beri að varast. Því væri það bylting fyrir íslendinga að hafa langvarandi stöðugleika og vexti og verðlag sem væri líkt því sem gerist erlendis. Hagur neytenda og valfrelsi þurfa að vera í forgrunni að mati Benedikts og nefnir hann þar sérstaklega að hægt sé að auðvelda innflutning á landbúnaðarvörum með samningum við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla af vörum. Þetta muni tvöfalda innflutning á landbúnaðarvörum.
Alþingi Tengdar fréttir Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03 Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48 Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Katrín: Stjórnmálamenn hafa val um að byggja múra eða byggja brýr Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar, sagði á Alþingi í kvöld að stjórnmálamenn hefðu val um hvernig bregðast skyldi við vaxandi gjá milli ólíkra hópa í samfélögum vestan hafs og austan. 24. janúar 2017 20:03
Bjarni: Við þurfum að tvöfalda verðmæti útflutnings á næstu fimmtán árum Bjarni Benediktsson flutti fyrstu stefnuræðu sína sem forsætisráðherra í kvöld. 24. janúar 2017 19:48
Bein útsending: Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana Klukkan 19:30 í kvöld mælir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, fyrir stefnu ríkisstjórnar sinnar. Eftir ræðuna fara fram umræður um hana. 24. janúar 2017 19:15