Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 07:00 Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq. Þegar rannsókn lauk var loks hægt að afferma skipið í gær. Gert er ráð fyrir því að skipið sigli úr höfn í dag. Fréttablaðið/Vilhelm Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, keyrði rauða Kia Rio-bílinn margumrædda frá Hafnarfjarðarhöfn og um 300 kílómetra að morgni 14. janúar síðastliðins. Félagi hans, Nikolaj Olsen, sem einnig er grunaður um aðild að málinu, fór aftur á móti um borð í togarann Polar Nanoq og fór ekki aftur með Thomasi. Talið er næsta víst að Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir í sjó, í löngu ferðalagi bílsins um Reykjanesskagann. Birna fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, en fór ekki að ýtrustu kröfum ákæruvaldsins sem krafðist fjögurra vikna gæsluvarðhalds. Mennirnir verða yfirheyrðir í dag en þeir hafa dvalið í einangrun síðastliðna þrjá daga án þess að vera yfirheyrðir af lögreglu. Heimildir Fréttablaðsins innan lögreglunnar herma að sá tími sem liðið hefur sé meðal annars vegna þess að með því aukist líkurnar á því að mennirnir tjái sig af einhverri alvöru um málið. Í yfirheyrslum yfir mönnunum á fimmtudag og föstudag kom lítið haldbært fram. Gærdeginum varði lögregla í að undirbúa yfirheyrslur yfir mönnunum, en eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær, verður málið lagt fyrir þá frá a til ö í þeirri von að þeir játi aðild sína að því. Lögregla hefur lokið rannsókn á togaranum Polar Nanoq og lagði hald á gögn í skipinu sem talið er að skipti verulegu máli fyrir rannsókn málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta hvers eðlis þessi gögn eru. Ef áætlanir ganga eftir heldur skipið úr höfn í dag. Í gær var landað úr bátnum eftir að lögregla veitti heimild til þess. Lögreglan rannsakar nú þátt hvors mannsins fyrir sig í málinu en til greina kemur að þeir beri mismikla ábyrgð á verknaðinum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00 Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39 Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. 24. janúar 2017 07:00
Minningarathöfn um Birnu um helgina Óhætt er að segja að þjóðarsorg ríki á Íslandi eftir að lík Birnu Brjánsdóttur fannst í gær. 23. janúar 2017 20:39
Könnuðu hvort tengsl væru milli mála Birnu og hinnar dönsku Emilie Polar Nanoq var ekki í höfn í Danmörku á þeim tíma sem Emilie Meng hvarf og því hafi ekkert bent til þess að málin væru tengd. 23. janúar 2017 14:37