Fyrsta þrennan í fyrstu umferð á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 06:00 Lennon í leik með FH. vísir/stefán FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Í beinni: Víkingur - ÍA | Geta komist á toppinn Í beinni: Vestri - Stjarnan | Ísfirðingar geta komist á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30
„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45