Trump heitir Abbas því að ná fram friði fyrir botni Miðjarðarhafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2017 22:00 Það fór vel á með þeim Abbas og Trump í dag. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, því að Bandaríkjamenn muni ná að leiða Ísraela og Palestínumenn til friðar. Abbas er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og hitti leiðtoginn Bandaríkjaforseta í dag í Hvíta húsinu, en með fundinum vonast Bandaríkjamenn til þess að komast nær því að hefja friðarviðræður milli deiluaðila að nýju. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja var Trump afar jákvæður og sagði hann að hann teldi sig geta náð fram, því sem enginn forseti Bandaríkjanna hefur náð, frá því deilurnar hófust fyrir botni Miðjarðarhafs í lok síðari heimsstyrjaldar, með stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Ég hef ætíð heyrt að erfiðustu samningarnir til að ná, yrðu samningar á milli Ísraela og Palestínumanna. Sjáum til hvort við getum ekki afsannað þetta. Við munum klára þetta. Abbas tók vel í orð Trump á fundinum og sagði hann að hann vonaðist til þess að Palestínumenn gætu unnið með Bandaríkjunum að sögulegri lausn á deilunum. Fyrir rúmum tveimur og hálfum mánuði tók Trump á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í Hvíta húsinu og kúventi hann þá ríkjandi stefnu Bandaríkjanna í málum deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar hann sagði að hann styddi ekki lengur „tveggja ríkja lausnina“ svokölluðu, sem kveður á um stofnun ríkis Palestínumanna. Þá hefur yfirlýstur vilji Trump til þess að færa sendiráð Bandaríkjamanna í Ísrael, frá Tel Aviv, til Jerúsalem, einnig vakið mikla reiði meðal Palestínumanna, sem gera tilkall til borgarinnar. Hinn 82 ára gamli Abbas, er afar óvinsæll heima fyrir, en hann fer fyrir Fatah hreyfingunni svokölluðu, sem stýrir Vesturbakkanum. Kjörtímabili hans lauk árið 2009 en samt hefur Abbas setið áfram. Leiðtogar Hamas hreyfingarinnar, sem stýrir Gaza svæðinu hafa fylgst náið með fundi Abbas og Trump, en nýlega gaf hreyfingin það út, að hún muni hætta að kalla eftir gereyðingu Ísrael og vonast margir til að afstaða hennar sé að mildast. Almennt er talið að erfitt verði fyrir Trump að framfylgja loforðum sínum, en lítið sem ekkert traust ríkir á milli deiluaðila. Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heitir Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, því að Bandaríkjamenn muni ná að leiða Ísraela og Palestínumenn til friðar. Abbas er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og hitti leiðtoginn Bandaríkjaforseta í dag í Hvíta húsinu, en með fundinum vonast Bandaríkjamenn til þess að komast nær því að hefja friðarviðræður milli deiluaðila að nýju. Á sameiginlegum blaðamannafundi leiðtoganna tveggja var Trump afar jákvæður og sagði hann að hann teldi sig geta náð fram, því sem enginn forseti Bandaríkjanna hefur náð, frá því deilurnar hófust fyrir botni Miðjarðarhafs í lok síðari heimsstyrjaldar, með stofnun Ísraelsríkis árið 1948.Ég hef ætíð heyrt að erfiðustu samningarnir til að ná, yrðu samningar á milli Ísraela og Palestínumanna. Sjáum til hvort við getum ekki afsannað þetta. Við munum klára þetta. Abbas tók vel í orð Trump á fundinum og sagði hann að hann vonaðist til þess að Palestínumenn gætu unnið með Bandaríkjunum að sögulegri lausn á deilunum. Fyrir rúmum tveimur og hálfum mánuði tók Trump á móti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í Hvíta húsinu og kúventi hann þá ríkjandi stefnu Bandaríkjanna í málum deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs, þegar hann sagði að hann styddi ekki lengur „tveggja ríkja lausnina“ svokölluðu, sem kveður á um stofnun ríkis Palestínumanna. Þá hefur yfirlýstur vilji Trump til þess að færa sendiráð Bandaríkjamanna í Ísrael, frá Tel Aviv, til Jerúsalem, einnig vakið mikla reiði meðal Palestínumanna, sem gera tilkall til borgarinnar. Hinn 82 ára gamli Abbas, er afar óvinsæll heima fyrir, en hann fer fyrir Fatah hreyfingunni svokölluðu, sem stýrir Vesturbakkanum. Kjörtímabili hans lauk árið 2009 en samt hefur Abbas setið áfram. Leiðtogar Hamas hreyfingarinnar, sem stýrir Gaza svæðinu hafa fylgst náið með fundi Abbas og Trump, en nýlega gaf hreyfingin það út, að hún muni hætta að kalla eftir gereyðingu Ísrael og vonast margir til að afstaða hennar sé að mildast. Almennt er talið að erfitt verði fyrir Trump að framfylgja loforðum sínum, en lítið sem ekkert traust ríkir á milli deiluaðila.
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira