Eftirför á Reykjanesi: Rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu og almenning hafa verið í hættu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 20. ágúst 2017 22:03 Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01
Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21