Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2017 21:21 Rúður eru mölbrotnar við inngang í komusalinn í flugstöðinni. Vísir/Jói K Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent