Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2017 21:21 Rúður eru mölbrotnar við inngang í komusalinn í flugstöðinni. Vísir/Jói K Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01