Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2017 21:21 Rúður eru mölbrotnar við inngang í komusalinn í flugstöðinni. Vísir/Jói K Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir atburð kvöldsins suður með sjó mjög alvarlegan. Karlmaður var handtekinn við flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið eftir að bíl sem hann ók hafnaði á flugstöðvarbyggingunni. Áður hafði maðurinn kýlt lögreglumann og rænt bíl af konu sem sat í bílaröð á Reykjanesbrautinni. Lögregla hefur lítið viljað tjá sig um atburðinn í kvöld en þó staðfest eftirförina og að karlmaður hafi verið handtekinn. Lögreglustjórinn sendi frá sér skorinorta tilkynningu rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Þar segir varðandi atvikið við flugstöðina fyrr í dag: „Atburðurinn er mjög alvarlegur. Rannsókn er að hefjast af fullum krafti og frekari upplýsingar verða veittar þegar þegar þær liggja fyrir.“Kýldi lögreglumann og hljóp á brottEftirför lögreglu mun hafa hafist nærri Grindavíkurafleggjaranum og ók maðurinn bíl sínum á miklum hraða. Ferð mannsins var stöðvuð á Reykjanesbraut, nærri hringtorginu, skammt frá flugstöðinni þar sem nú standa yfir vegaframkvæmdir. Þar steig maðurinn út úr bílnum og virtist sem hann ætlaði að gefast upp, leyfa lögreglu að færa sig í járn. Einn lögreglumaður kom til móts við manninn þótt fleiri lögreglubílar væru á svæðinu. Maðurinn kýldi hins vegar lögreglumanninn og hljóp í burtu. Bílaröð var á þeim stað þar sem för mannsins hafði verið stöðvuð og meðal þeirra sem fylgdist með því sem fram fór var kona nokkur, starfsmaður á flugvellinum. Sat konan í bíl sínum en hún var á leið heim úr vinnunni. Konan tók upp símann sinn til að mynda það sem fram fór en sá svo hvar maðurinn kom hlaupandi eftir Reykjanesbrautinni og nálgaðist hennar bíl. Hljóp hann framhjá nokkrum bílum framar í bílaröðinni.Reif upp hurðina Konan fór að ókyrrast og byrjaði að skrúfa upp rúðuna á bíl sínum þegar hann hljóp beint að bílnum. Kýldi hann svo fast í rúðuna að konan öskraði. Í framhaldinu reif hann upp hurðina, togaði konuna út úr bílnum og settist í bílstjórasætið. Skipti engum toga heldur steig maðurinn á bensínið og ók í áttina að flugstöðinni með lögreglubílana á hælum sér. Ók hann í gegnum aðgangshlið við flugstöðina með þeim afleiðingum að slá brotnaði. Eftirförinni lauk svo fyrir fullt og allt þegar maðurinn ók bílnum á flugstöðvarbygginguna, komusalsmegin, með þeim afleiðingum að rúður brotnuðu. Var maðurinn í kjölfarið handtekinn og fluttur af vettvangi. Fólksbíllinn sem maðurinn rændi er enn á sínum stað við flugstöðvarbygginguna að ósk lögreglu. Var eigandi bílsins, fyrrnefnd kona, sótt af unnusta sínum. Mun henni ekki hafa verið boðin áfallahjálp samkvæmt upplýsingum Vísis.Uppfært klukkan 22:06Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Ólaf Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumann hjá lögreglunni á Suðurnesjum, suður með sjó í kvöld.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01