Eftirför á Reykjanesi: Rannsóknarlögreglumaður segir lögreglu og almenning hafa verið í hættu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 20. ágúst 2017 22:03 Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands. Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Ólafur Örvar Ólafsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir að fólk hafi verið í mikilli hættu þegar bíl var veitt eftirför á Reykjanesbraut í kvöld. Eftirförin endaði með því að bíllinn keyrði á byggingu Keflavíkurflugvallar. Bílnum var ekið í gegnum hindrunarslá og rúður brotnuðu í flugstöðvarbyggingunni. Mikil mildi þykir að enginn hafi slasast. Ólafur segir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um glæfraakstur frá Reykjavík í átt að Reykjanesi. Lögregla hafði þá ekki upplýsingar um einstaklinginn sjálfan. Lögreglan mætti manninum á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann á 150 km hraða. „Við mætum honum á Reykjanesbraut á 150 og hefjum eftirför. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Ekur sem leið liggur í átt að Reykjanesbæ. Þar kemur inn í radar mótorhjól hjá okkur og leggur líka af stað í eftirför. Á þessum tímapunkti þá er eitt mótorhjól og tvær lögreglubifreiðar að elta hann og hann sinnir ekki stöðvunarmerkjum heldur ekur sem leið liggur í átt að flugstöð Leifs Eiríkssonar,“ segir Ólafur. Lögreglubifreiðarnar reyndu að aka í veg fyrir bílinn til að stöðva hann ásamt því að reyna að þvinga hann af veginum. Það gekk ekki og áfram ók ökumaðurinn í átt að flugvellinum. Þegar bifreið mannsins var orðin óökuhæf stökk hann út úr bílnum og reif konu úr annarri bifreið sem hann síðan ók í átt að flugstöðinni. Ökumaðurinn ók á ógnarhraða að flugstöðinni, meðal annars á göngustíg, og ók meðal annars niður hindrunarslá. Ólafur segir gangandi vegfarendur hafa verið í talsverðri hættu þegar þangað var komið. Ökumaðurinn á þá að hafa kastað sér út úr bílnum þegar hann nálgaðist nýja anddyri flugstöðvarinnar. Bíllinn hafnaði á inngangi byggingarinnar, við komusalinn. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hegðaði sér svona en að sögn Ólafs hefur maðurinn komið við sögu lögreglu áður. Ólafur segir að lögreglumenn hafi verið í hættu við eftirförina og að einn hafi orðið fyrir meiðslum, sá sem var kýldur. Maðurinn verður yfirheyrður á morgun vegna ástands.
Tengdar fréttir Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01 Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Kýldi löggu, rændi bíl og ók á flugstöðina Karlmaður ók fólksbifreið á flugstöð Leifs Eiríkssonar um sexleytið í dag með þeim afleiðingum að gler mölbrotnaði í glerhurðum og rúðum byggingarinnar. 20. ágúst 2017 19:01
Segja atburðinn í kvöld mjög alvarlegan Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á háskalegri eftirför á Reykjanesbrautinni í kvöld er að hefjast. 20. ágúst 2017 21:21