Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 13:25 Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarið. Hækkunina má að einhverju leyti rekja til Airbnb vísir/anton brink Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar. Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116%. Þá kom fram í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn sem kom út í lok janúar að uppbyggingaráform allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefðu ekki gengið eftir. Mikil umframeftirspurn er eftir litlum og meðalstórum íbúðum í borginni. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs sagði í fréttum Stöðvar 2 gær að raunhæf leið til að örva framboð á litlum og meðalstórum íbúðum strax væri að banna Airbnb á ákveðnum svæðum. „Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ sagði Ármann. Sveitarfélög geta takmarkað útleigu innan sinna sveitarfélagsmarka. Þannig gæti sveitarfélag ákveðið slíkt með samþykktum. Á síðasta ári voru takmarkanir á útleigu með Airbnb samþykktar í sveitarstjórn Mýrdalshrepps og gildir bannið í Vík í Mýrdal og nágrenni. Víða um heim hafa borgir og sveitarfélög takmarkað útleigu Airbnb en þekktasta dæmið úr álfunni er líklega Berlín. Frá og með maí á síðasta ári gátu eigendur íbúða í Berlín ekki leigt þær út á Airbnb nema hafa sérstakt leyfi líkt og gistiheimili eða hótel. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar.Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar telur boð og bönn ekki réttu leiðina í þessum efnum. „Mér er nú aldrei vel við að banna hlutina. Ég held að það sé vænlegra að reyna að auka framboð af lóðum og hvetja aðila til að byggja. Ég get bara nefnt sem dæmi að hér hjá okkur í Garðabænum að þá höfum við haft um þúsund íbúðir í pípunum. Það er hvergi meiri fjölgun á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ milli áranna 2015 og 2016. Við sjáum það í ársreikningi að fjölgunin er um 600 íbúar milli ára. Það eru um 40 prósent af nýjum íbúðum sem seljast á árinu 2016 í Garðabæ,“ segir Gunnar. Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar.Haraldur Líndal Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bann við Aribnb sé eitt af því sem þurfi að skoða. „Við þurfum að skoða þessi mál í heild sinni. Þetta er eitt af því sem þarf að skoða þótt ég sé ekki fyrir svona boð og bönn. Ég held að það þurfi líka að stöðva þessa miklu spákaupmennsku sem er í fasteigna- og íbúðakaupum í dag. Til dæmis lífeyrissjóðir, sem eru aðilar að fasteignafélögum, þeir ættu að taka sig saman um að hætta að setja peninga í leigufélög til að kaupa upp íbúðir. Þetta er skaðvaldur fyrir unga fólkið,“ segir Haraldur. Bæði Ármann Kr. Ólafsson og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaganna í húsnæðismálum. Gunnar Einarsson segir að það þurfi að útskýra hver markmið slíkrar stefnu væru. „Það hefur oft verið tala um samræmingu milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en svo þegar komið er heim í hérað gerast hlutirnir bara þar. Það getur verið erfitt að ná einhverri heildarstefnu þarna. Við erum með svæðisskipulag og þar erum við að leggja línurnar fyrir vaxtasvæði. Það er kannski slík samræming sem er raunhæf. Að menn fari sameiginlega af stað að byggja þar sem svæðisskipulagið mælir fyrir um. Til þess að þetta byggð, ýta undir almenningssamgöngur og þess háttar,“ segir Gunnar.
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira