Vill banna Airbnb til að tryggja framboð af húsnæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. mars 2017 19:00 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að koma sér saman um að banna Airbnb með það fyrir augum að tryggja eðlilegt framboð af litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Borgastjóri Reykjavíkurborgar segir að ný hverfi séu skipulögð hraðar vegna aukinnar eftirspurnar. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu kemur fram meðalfjöldi virkra gistirýma á Airbnb í Reykjavík hafi verið 2.000 á síðasta ári og fjölgaði þeim um 116% á einu ári. Á sama tíma er grimm umframeftirspurn eftir litlum og meðalstórum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn að uppbyggingaráform í borginni hafi gengið illa eftir. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs segir að sveitarfélögin verði að grípa til raunhæfra aðgerða til að mæta húsnæðisvandanum. „Núna framundan eru nokkur þúsund íbúðir í farvatninu þannig að við erum að horfa fram á betri tíð en þetta eru tvö, þrjú, fjögur ár. Ef við sem samfélag erum sammála um að það þurfi að bregðast við fyrr þá er bara ein leið. Hún er að banna Airbnb á ákveðnum svæðum,“ segir Ármann. Hann segir að slíkt bann væri hluti af heildarstefnumörkun ríkisins, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og aðila innan ferðaþjónustu. „Þetta eru tvö þúsund gistirými bara í Reykjavík sem eru í þessu. Íbúðaþörfin hér er 1.800 íbúðir á ári. Við sjáum að ef við myndum takmarka Airbnb þá myndi markaðurinn breytast mjög hratt.“Dagur B. Eggertsson skrifaði í dag fyrir undir samninga fyirr hönd Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við Elliðaárvog við hlið hverfisins sem senn rís í Vogabyggð.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkurborgar skrifaði í dag undir samninga um uppbyggingu á nýju íbúðahverfi á Gelgjutanga við hliðina á Vogabyggð, nýju hverfi vestan við Elliðaárvoginn. Alls verða 350 íbúðir á Gelgjutanganum en 720 íbúðir í Vogabyggð sem fara senn í sölu. Dagur segir að vissulega hafi Airbnb sett þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Borgin hafi á síðustu árum hraðað uppbyggingu til að mæta aukinni eftirspurn. Uppbygging á nýjum reitum er hins vegar ekki nægilega mikil eða hröð til að mæta eftirspurn ef marka má skýrslu Arion banka um húsnæðismarkaðinn. Bæði Dagur og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs hafa kallað eftir samræmdri stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í húsnæðismálum. „Ég átti fund með hinum bæjarstjórunum síðastliðinn mánudag þar sem við fórum yfir þetta. Allir eru að safna gögnum hjá sér og við hittumst aftur eftir helgi og hittum í kjölfarið félagsmálaráðherra til þess að fara yfir þetta saman. Ég vona að það náist samstaða um að það sé ekki bara borgin heldur öll sveitarfélögin sem fari í uppbyggingarátak til að mæta vandanum í húsnæðismálum,“ segir Dagur.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira