Trump og Macron leika á als oddi í París Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2017 20:30 Donald Trump og Emmanuel Macron í París í dag. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á fréttamannafundi með forseta Frakklands í dag að allir í sporum sonar hans hefðu mætt á fund með rússneska lögmanninum sem lofaði skaðlegum upplýsigum um andstæðing hans Hillary Clinton í kosningabaráttunni í fyrra. Donald Trump forseti Bandaríkjanna og eiginkona hans Melania komu til Parísar í dag en forsetinn mun taka þátt í dagskrá þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludeginum, á morgun til að minnast þess að á þessu ári eru hundrað ár liðinn frá því Bandaríkjamenn hófu þátttöku í fyrri heimsstyrjöldinni. Emmanuel Macron forseti Frakklands tók vel á móti Trump við forsetahöllina en Frakkar hafa alla tíð verið þákklátir Bandaríkjamönnum fyrir þátttöku þeirra í báðum heimsstyrjöldunum og frelsun Parísar í þeirri síðari. Í fljótu bragði virðast þeir Trump og Macron ekki eiga mikið sameiginlegt en þeir hafa báðir hver með sínum hætti hrært upp í hefðbundnum stjórnmálum landa sinna og eiga báðir rætur í fjármálaheiminum og atvinnulífinu. Enda fór vel á með forsetunum við Elysee höll í dag. Macron og Birgitte forsetafrú sýndu bandarísku forsetahjónunum meðal annars grafhýsi Napoleon Bonaparte síðdegis en á fundum sínum munu forsetarnir m.a. ræða ástand mála í Sýrlandi sem og samvinnu ríkjanna í baráttunni við skipulögð hryðjuverkasamtök. Í kvöld munu frönsku og bandarísku forsetahjónin síðan snæða saman í Effelturninum. Trump er eflaust feginn að fá frið frá Rússlandsmálinu en hann hefur nánast verið ósýnilegur í fjölmiðlum í Bandaríkjunum í um viku og Hvíta húsið hefur svo gott sem skrúfað fyrir að fréttamannafundir þar séu teknir upp á kvikmyndavélar. Forsetinn hefur ekki tjáð sig annars staðar en á Twitter um nýjustu uppljóstranir varðandi tölvusamskipti sonar hans við Rússa í kosningabaráttunni í fyrra og fund hans með rússneskum lögmanni. Trump sagði á Twitter í gær að hann hafi ekki vitað af þessum fundi fyrr en fyrir tveim til þremur dögum. Á sameiginlegum fréttamannafundi forsetanna í dag sagði Trump að hann teldi að flestir í bandarískum stjórnmálum hefðu mætt á fund eins og þann sem sonur hans, kosningastjóri og tengdasonur mættu á með rússneska lögmanninum. „Ég á son sem er frábær ungur maður, hann er góður maður. Hann átti fund með lögfræðingi frá Rússlandi. Hann stóð mjög stutt og það kom ekkert út úr þessum fundi. Ég held að þetta hafi verið fundur sem flestir stjórnmálmenn hefðu sennilega mætt á,“ sagði Trump. Formaður dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings sagði í dag að Donald Trump yngri og Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Trump eldra verði báðir kallaðir fyrir nefndina jafnvel strax í næstu viku.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira