Kattholt yfirfullt af kisum á sumrin: „Okkur blöskrar ábyrgðarleysi eigenda“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2017 14:15 Kattholt fyllist af köttum á sumrin, meðal annars vegna þess að eigendur þeirra fara í frí og skilja þá eftir. Vísir/Kattholt Ófremdarástand ríkir nú í Kattholti en þangað flykkjast heimilislausir kettir. Starfsmaður Kattholts segir fjölgun katta á vergangi árstíðabundna en húsnæði samtakanna er iðulega yfirfullt á sumrin. Þá blöskrar starfsfólki samtakanna ábyrgðarleysi kattareigenda. Kattholt vakti athygli á stöðu mála á Facebook-síðu sinni í vikunni. Í færslunni segir að ástandið sé slæmt í húsnæði samtakanna en undanfarnar vikur hafa Kattholti borist tugir kettlinga, kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Stjórn Kattavinafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.Vísir leit við í Kattholti í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan.Halldóra Snorradóttir starfar í Kattholti og heldur hér á einum skjólstæðinga sinna.KattholtEigendur fara í sumarfrí, skilja kettina eftir og vilja þá ekki afturHalldóra Snorradóttir sinnir starfi forstöðukonu í Kattholti nú í sumar. Hún segir ástæðu að baki fjölgun heimilislausra katta þríþætta, nefnilega að algengt sé að læður gjóti á sumrin og að vegna sumarleyfa skilji fólk bæði ketti sína eftir og taki síður heimilislausa ketti að sér. „Það eru að koma til okkar mikið af kettlingafullum læðum og læðum með kettlinga. Þetta er akkúrat tíminn þar sem þær eru að gjóta og okkur blöskrar ábyrgðarleysi eigenda. Svo er þetta líka það að fólk er að fara í sumarfrí og er ekki að gera ráðstafanir varðandi dýrin sín og hreinlega bara lokar þau úti og fer í frí,“ segir Halldóra. „Það sem gerir þetta líka svo erfitt er að nú er sumarleyfistíminn og þá eru fáir að taka að sér dýr. Fólk er bara á ferðalögum og erfitt að finna handa kisunum heimili.“ Hún segir greinilegt að kettirnir séu langflestir heimiliskettir og oft komi nágrannar kattareigenda, sem blöskrar meðferðin á dýrunum, með kisurnar í Kattholt. Þá nær starfsfólk oft sambandi við eigendur merktra katta sem vilja ekkert með dýrin hafa, firra sig ábyrgð og sækja þau ekki.Húsnæðið fullt af köttumHalldóra segir húsnæðið nær yfirfullt en um hundrað kettir dvelja nú hjá Kattholti, um fimmtíu óskilakisur og aðrar fimmtíu á hóteli sem samtökin reka í sama húsi. Rýmið leyfir ekki fleiri ketti. Væri því hægt að segja að Kattholt væri komið að þolmörkum? „Já, það væri hægt að segja það. Það eru hundrað kettir í húsinu og við finnum alltaf fyrir þessari fjölgun á sumrin. Mér finnst líka óvenjumikið um það núna að fólk fari í frí og hendi kettinum út.“ Fjölmargir kettlingar hafa þar að auki fæðst það sem af er sumri en Kattholt reynir iðulega að finna fósturheimili fyrir kettlingafullar læður. Til viðbótar við kettina sem dvelja í húsnæði Kattholts eru því nokkrar læður úti í bæ á fósturheimilum, annað hvort með kettlinga eða kettlingafullar. Halldóra segir aldrei spurt eftir þessum læðum, sem komi þó greinilega af heimilum eins og flestir katta á vergangi.Fjölmargir kettlingar dvelja í Kattholti í sumar en kettlingafullar læður eru fastagestir hjá samtökunum, sérstaklega á sumrin.Vísir/KattholtFurðar sig á stöðunni í „góðærinu“Árið 2009 fann Kattholt rækilega fyrir efnahagshruninu. Metfjöldi katta dvaldi í húsnæði samtakanna það ár en þá höfðu landsmenn síður efni á að sjá fyrir kisunum sínum. Halldóra furðar sig því á hinum mikla fjölda katta á vergangi í samfélagi þar sem á að ríkja „góðæri.“ „Maður myndi halda að fólk ætti pening til að koma kettinum hérna á hótel til okkar eða hreinlega borga fyrir svæfingu,“ segir Halldóra. „Það sem okkur blöskrar er þetta ábyrgðarleysi, að taka ekki ábyrgð á dýrunum. Þetta er 15 ára skuldbinding og fólk er of mikið að taka að sér dýr án þess að hugsa málið til enda. Það á ekki að vera á ábyrgð félagasamtaka að taka ábyrgð á dýrum annarra.“ Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Ófremdarástand ríkir nú í Kattholti en þangað flykkjast heimilislausir kettir. Starfsmaður Kattholts segir fjölgun katta á vergangi árstíðabundna en húsnæði samtakanna er iðulega yfirfullt á sumrin. Þá blöskrar starfsfólki samtakanna ábyrgðarleysi kattareigenda. Kattholt vakti athygli á stöðu mála á Facebook-síðu sinni í vikunni. Í færslunni segir að ástandið sé slæmt í húsnæði samtakanna en undanfarnar vikur hafa Kattholti borist tugir kettlinga, kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Stjórn Kattavinafélags Íslands lýsir jafnframt yfir þungum áhyggjum af stöðu mála.Vísir leit við í Kattholti í dag og má sjá myndband frá heimsókninni hér að neðan.Halldóra Snorradóttir starfar í Kattholti og heldur hér á einum skjólstæðinga sinna.KattholtEigendur fara í sumarfrí, skilja kettina eftir og vilja þá ekki afturHalldóra Snorradóttir sinnir starfi forstöðukonu í Kattholti nú í sumar. Hún segir ástæðu að baki fjölgun heimilislausra katta þríþætta, nefnilega að algengt sé að læður gjóti á sumrin og að vegna sumarleyfa skilji fólk bæði ketti sína eftir og taki síður heimilislausa ketti að sér. „Það eru að koma til okkar mikið af kettlingafullum læðum og læðum með kettlinga. Þetta er akkúrat tíminn þar sem þær eru að gjóta og okkur blöskrar ábyrgðarleysi eigenda. Svo er þetta líka það að fólk er að fara í sumarfrí og er ekki að gera ráðstafanir varðandi dýrin sín og hreinlega bara lokar þau úti og fer í frí,“ segir Halldóra. „Það sem gerir þetta líka svo erfitt er að nú er sumarleyfistíminn og þá eru fáir að taka að sér dýr. Fólk er bara á ferðalögum og erfitt að finna handa kisunum heimili.“ Hún segir greinilegt að kettirnir séu langflestir heimiliskettir og oft komi nágrannar kattareigenda, sem blöskrar meðferðin á dýrunum, með kisurnar í Kattholt. Þá nær starfsfólk oft sambandi við eigendur merktra katta sem vilja ekkert með dýrin hafa, firra sig ábyrgð og sækja þau ekki.Húsnæðið fullt af köttumHalldóra segir húsnæðið nær yfirfullt en um hundrað kettir dvelja nú hjá Kattholti, um fimmtíu óskilakisur og aðrar fimmtíu á hóteli sem samtökin reka í sama húsi. Rýmið leyfir ekki fleiri ketti. Væri því hægt að segja að Kattholt væri komið að þolmörkum? „Já, það væri hægt að segja það. Það eru hundrað kettir í húsinu og við finnum alltaf fyrir þessari fjölgun á sumrin. Mér finnst líka óvenjumikið um það núna að fólk fari í frí og hendi kettinum út.“ Fjölmargir kettlingar hafa þar að auki fæðst það sem af er sumri en Kattholt reynir iðulega að finna fósturheimili fyrir kettlingafullar læður. Til viðbótar við kettina sem dvelja í húsnæði Kattholts eru því nokkrar læður úti í bæ á fósturheimilum, annað hvort með kettlinga eða kettlingafullar. Halldóra segir aldrei spurt eftir þessum læðum, sem komi þó greinilega af heimilum eins og flestir katta á vergangi.Fjölmargir kettlingar dvelja í Kattholti í sumar en kettlingafullar læður eru fastagestir hjá samtökunum, sérstaklega á sumrin.Vísir/KattholtFurðar sig á stöðunni í „góðærinu“Árið 2009 fann Kattholt rækilega fyrir efnahagshruninu. Metfjöldi katta dvaldi í húsnæði samtakanna það ár en þá höfðu landsmenn síður efni á að sjá fyrir kisunum sínum. Halldóra furðar sig því á hinum mikla fjölda katta á vergangi í samfélagi þar sem á að ríkja „góðæri.“ „Maður myndi halda að fólk ætti pening til að koma kettinum hérna á hótel til okkar eða hreinlega borga fyrir svæfingu,“ segir Halldóra. „Það sem okkur blöskrar er þetta ábyrgðarleysi, að taka ekki ábyrgð á dýrunum. Þetta er 15 ára skuldbinding og fólk er of mikið að taka að sér dýr án þess að hugsa málið til enda. Það á ekki að vera á ábyrgð félagasamtaka að taka ábyrgð á dýrum annarra.“
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira