Repúblikanar í vandræðum með skattafrumvarp Samúel Karl Ólason skrifar 15. nóvember 2017 23:40 Mitch McConnell er leiðtogi repúblikana á öldungadeildinni. Vísir/AFP Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum. Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Repúblikanar eru komnir í veruleg vandræði með skattafrumvarp sitt eftir að öldungadeildarþingmaður flokksins lýsti því yfir að hann myndi ekki styðja það. Annar þingmaður hefur lýst yfir verulegum áhyggjum með frumvarpið. Ron Johnson segir að hann muni ekki styðja frumvarpið þar sem það hylli stórum fyrirtækjum á kostnað annarra og smærri fyrirtækja. „Ef þeir geta komið því í gegnum þingið án mín, þá mega þeir það. Ég ætla ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu,“ segir Johnson. Hann segir einnig að hann geti stutt frumvarpið ef verulegar breytingar verði gerði gerðar á því. Þingkonan Susan Collins sagði í dag að hún hefði verulegar áhyggjur af frumvarpinu og þá sérstaklega því að búið er að bæta við grein í frumvarpið sem myndi koma verulega niður á heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, Obamacare, sem repúblikönum hefur hingað til mistekist að fella niður að fullu. Allt útlit er fyrir að frumvarpið muni verða samþykkt á fulltrúadeild þingsins en repúblikanar hafa lagt mikið á sig til að koma frumvarpinu til Donald Trump, forseta, fyrir jól. Repúblikanar hafa enn ekki náð að koma umfangsmiklum lagabreytingum í gegnum báðar deildir þingsins og eru ólmir í sigur. Repúblikanaflokkurinn stjórnar öldungadeildinni með 52 þingmenn á móti 42 þingmönnum Demókrataflokksins. Demókratar ætla ekki að styðja frumvarpið og segja það vera hannað til þess að hagnast ríkustu íbúum Bandaríkjanna á kostnað hinna fátæku. Auk Johnson og Collins hafa nokkrir þingmenn flokksins ekki gefið upp afstöðu sína, samkvæmt frétt Washington Post.Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa greinendur sagt að breytingarnar sem frumvarpinu er ætlað að gera á Obamacare myndu valda því að þrettán milljónir manna myndu missa tryggingar sínar á næstu tíu árum.
Donald Trump Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira