Berglind Björg skoraði fyrsta landsliðsmarkið í öruggum sigri á Slóvakíu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2017 16:54 Berglind kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði annað mark íslenska liðsins á 78. mínútu. vísir/anton Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta bar sigurorð af því slóvakíska, 0-2, í vináttulandsleik í Senec í Slóvakíu í dag. Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Þetta var fyrsta landsliðsmark þeirrar síðarnefndu. Íslenska liðið var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir kom sér í dauðafæri strax á 7. mínútu en markvörður Slóvakíu varði. Á 19. mínútu léku herbergisfélagarnir Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir vel saman á vinstri kantinum, sú fyrrnefnda sendi boltann inn á vítateiginn þar sem Elín Metta kom á ferðinni og skoraði. Þetta var fimmta mark Valskonunnar fyrir íslenska landsliðið. Staðan í hálfleik var 0-1. Freyr Alexandersson breytti um leikkerfi í hálfleik, fór úr 3-4-3 í 4-2-3-1, og skipti Berglindi Björgu og Elísu Viðarsdóttur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur og Önnu Björk Kristjánsdóttur. Íslenska liðið skapaði ekki mikið framan af seinni hálfleik en á 70. mínútu komst Fanndís í gott færi en skaut framhjá. Átta mínútum síðar komst varamaðurinn Agla María Albertsdóttir, sem spilaði sinn fyrsta landsleik í dag, inn fyrir vörn Slóvakíu en markvörðurinn varði í horn. Katrín Ásbjörnsdóttir tók hornspyrnuna og sendi á kollinn á Berglindi Björgu sem skallaði boltann í netið og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark og væntanlega þungu fargi af henni létt. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 0-2 sigur Íslands staðreynd. Íslenska liðið heldur nú til Hollands þar sem það mætir heimakonum 11. apríl næstkomandi.Byrjunarlið Íslands var þannig skipað:Mark: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Anna Björk Kristjánsdóttir (46. Elísa Viðarsdóttir), Sif Atladóttir og Glódís Perla ViggósdóttirMiðja: Rakel Hönnudóttir (46. Berglind Björg Þorvaldsdóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (87. Málfríður Erna Sigurðardóttir), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.Sókn: Elín Metta Jensen (70. Guðmunda Brynja Óladóttir), Margrét Lára Viðarsdóttir (70. Katrín Ásbjörnsdóttir) og Fanndís Friðriksdóttir (70. Agla María Albertsdóttir).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Sjá meira