Telur meðhöfunda Macchiarini einnig bera ábyrgð Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 13:18 Paolo Macchiarini framkvæmdi á sínum tíma plastbarkaígræðslur á sjúklingum. Vísir/AFP Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Opinber siðanefnd í Svíþjóð (Centrala etikprövningsnämnden) telur að ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hafi gerst sekur um „vísindalegt misferli“ við rannsóknir sínar á plastbarkaígræðslum í mönnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá nefndinni.Nefndin hafði að beiðni Karoliska Institutet í Stokkhólmi rannsakað sex fræðigreinar um plastbarkaígreiðslur þar sem Macchiarini var titlaður aðalhöfundur. Tvær greinanna voru birtar í hinu virta læknariti Lancet og hinar fjórar í öðrum tímaritum. Íslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar. Er það niðurstaða nefndarinnar að í öllum greinunum komi fram „vísindalegt misferli“. Bengt Gerdin prófessor sem hafði áður rannsakað greinarnar, hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Segir að textinn hafi verið misleiðandi og að Macchiarini hafi í greinunum fegrað ástand sjúklinga sinna. Upplýsingar vanti og Macchiarini hafi fullyrt ranglega að hann hafi fengið heimild siðanefndar til að framkvæma aðgerðir sínar, en vanalega þarf slíka heimild þegar læknar prófa nýjar rannsóknaraðferðir.Allir meðhöfundar ábyrgirNiðurstaða siðanefndar er sú að allir höfundar greinanna - það er meðhöfundar einnig - hafi gerst sekir um „vísindalegt misferli“ í málinu, en sá sem beri höfuðábyrgð sé Macchiarini sjálfur.Tómas Guðbjartsson læknir og Andamarian Beyene sumarið 2012.VísirVilhelmSiðanefndin hafði í september á síðasta ári einnig komist að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hafi gerst sekur um vísindalegt misferli. Þá hafi einungis ein grein verið rannsökuð, en nú hafi sex verið teknar til skoðunar. Beinir siðanefndin því til fagtímaritanna að draga umræddar greinar til baka.Óskar og Tómas meðhöfundarÍslensku læknarnir Óskar Einarsson og Tómas Guðbjartsson voru meðhöfundar einnar greinarinnar þar sem fjallað var um rannsóknir á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem bjó á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka. Hann var sendur til Stokkhólms þar sem hann gekkst undir aðgerð hjá Macchiarini árið 2011. Beyene lést árið 2014. Fyrr í þessum mánuð var greint frá því að saksóknarar í Svíþjóð hafi ákveðið að fella niður mál gegn Macchiarini, sem grunaður var um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. Ekki hafi verið hægt að færa nægar sönnur á því að aðgerðirnar hafi leitt til dauða fólksins.Var ráðinn 2010 Macchiarini var ráðinn til Karolinska í Stokkhólmi árið 2010 og á árunum 2011 til 2013 framkvæmdi hann plastbarkaaðgerðir á sjúkrahúsinu þar sem vonast var til að græða plastbarkana í líkama sjúklinganna og að þeir myndu starfa sem venjulegir barkar með aðstoð stofnfruma. Aðferðin gekk hins vegar ekki upp og hafi allir þrír sjúklingarnir látist eftir að aðgerðirnar voru framkvæmdar. Sjúklingarnir sem um ræðir voru kona frá Tyrklandi, bandarískur karlmaður og Beyene. Auk sjúklinganna þriggja var Macchiarini einnig grunaður um að hafa verið valdur að grófu líkamstjóni fjórða sjúklingsins.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Fella niður mál gegn Macchiarini Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að fella niður mál gegn ítalska skurðlækninum Paolo Macchiarini, en hann var grunaður um að hafa verið valdur að dauða annarra eftir að grætt plastbarka í þrjá sjúklinga. 12. október 2017 10:13