Freyr harðorður: Elín Metta ber enga ábyrgð á þessu Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 18. júlí 2017 22:09 Frakkar fagna sigurmarki sínu en Harpa Þorsteinsdóttir (til hægri) reynir að hughreysta Elínu Mettu Jensen. Vísir/Getty Sigurmark Frakka í leiknum gegn Íslandi á Evrópumótinu í Tilburg í kvöld kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á 86. mínútu. Amandine Henry féll til jarðar eftir viðskipti við Elínu Mettu Jensen. Dómarinn benti strax á punktinn og Eugénie Le Sommer skoraði úr spyrnunni. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var afar ósáttur við dóminn í viðtali við fjölmiðla eftir leik. „Ég get sagt þér það, ef það er hægt að dæma á þetta þarftu að dæma tuttugu vítaspyrnur í leik,“ sagði Freyr. „Ég vil eiginlega ekki segja meira. Þetta er rosalega stór ákvörðun. Við viljum ekki að dómarar séu að ráða úrslitunum, taka stórar ákvarðanir sem þessar. Það kom mér gríðarlega á óvart að hún skildi leyfa sér að flauta í flautuna.“ Elín Metta var nýkomin inn á sem varamaður þegar hún var dæmd brotleg innan teigs. Elín Metta var ekki til viðtals eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins. „Hún er ekki skúrkurinn. Það kemur ekki til greina. Ég skal frekar vera skúrkurinn. Þetta er bull. Dómarinn sem dæmdi þetta víti hefur aldrei dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr og var ekki skemmt. „Þetta er ekki hægt. Þetta er rugl og ekkert annað. Elín Metta ber enga ábyrgð á þessu.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Sigurmark Frakka í leiknum gegn Íslandi á Evrópumótinu í Tilburg í kvöld kom úr vítaspyrnu sem dæmd var á 86. mínútu. Amandine Henry féll til jarðar eftir viðskipti við Elínu Mettu Jensen. Dómarinn benti strax á punktinn og Eugénie Le Sommer skoraði úr spyrnunni. Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var afar ósáttur við dóminn í viðtali við fjölmiðla eftir leik. „Ég get sagt þér það, ef það er hægt að dæma á þetta þarftu að dæma tuttugu vítaspyrnur í leik,“ sagði Freyr. „Ég vil eiginlega ekki segja meira. Þetta er rosalega stór ákvörðun. Við viljum ekki að dómarar séu að ráða úrslitunum, taka stórar ákvarðanir sem þessar. Það kom mér gríðarlega á óvart að hún skildi leyfa sér að flauta í flautuna.“ Elín Metta var nýkomin inn á sem varamaður þegar hún var dæmd brotleg innan teigs. Elín Metta var ekki til viðtals eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins. „Hún er ekki skúrkurinn. Það kemur ekki til greina. Ég skal frekar vera skúrkurinn. Þetta er bull. Dómarinn sem dæmdi þetta víti hefur aldrei dæmt víti á þetta,“ sagði Freyr og var ekki skemmt. „Þetta er ekki hægt. Þetta er rugl og ekkert annað. Elín Metta ber enga ábyrgð á þessu.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45
Fjölmiðlarnir vitlausir í Hörpu og Ými eftir leik Harpa kippti sér lítið upp við áreiti blaðamanna eftir tapið gegn Frökkum. 18. júlí 2017 21:48