Þeir átta ríkustu eiga jafnmikið og fátækari helmingur mannkyns Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. janúar 2017 11:17 Bill Gates er einn af ríkustu mönnum heims. vísir/epa Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður. Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Átta ríkustu einstaklingar jarðar eiga nú jafn mikinn auð og fátækari helmingur alls mannkyns. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bresku hjálparsamtökunum Oxfam. Í skýrslunni er vísað í gögn sem eru sögð sýna að bilið á milli ríkra og fátækra sé enn meira en talið var. Skýrsla Oxfam kemur út um leið og hinn árlegi World Economic Forum-fundur fer fram í Davos í Sviss en þar hittast auðmenn og forstjórar stærstu fyrirtækja heims ásamt stjórnmálamönnum og ræða málin. Oxfam segir að fátækari helmingur mannskyns eigi jafnmikið og átta ríkustu menn í heimi en auður þeirra telur 426 billjónir dala. Þessi hópur manna telur þá Bill Gates, stofnanda Microsoft, Amancio Ortega, stofnanda verslunarkeðjunnar Zara, fjárfestinn Warren Buffet, Carlos Slim Helú, eiganda eins stærsta fjarskiptafyrirtækis Mexíkó, Jeff Bezos, stofnanda Amazo, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook, Larry Ellison, forstjóra bandaríska tæknifyrirtækisins Oracle og Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóra í New York og stofnanda Bloomberg-fréttaveitunnar. Hjálparsamtökin kalla í skýrslunni eftir nýju efnahagsmódeli til að snúa við þeirri þróun að ójöfnuður aukist ár frá ári en að mati Oxfam má leita skýringa á Brexit og sigri Donald Trump í auknum ójöfnuði. Ýmsir hafa þó gagnrýnt áherslur Oxfam og segja að hjálparsamtökin ættu frekar að beina athyglinni að því að þrátt fyrir að bilið hafi aukist þá vegni hinum fátæku mun betur en áður.
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Sextíu og tveir ríkustu einstaklingar heims eiga jafnmikið og helmingur mannkyns Ný rannsókn sem gerð var af góðgerðarsamtökunum Oxfam sýnir að bilið milli ríkra og fátækra í heiminum heldur áfram að aukast. 17. janúar 2016 23:25