Karl Garðarsson segir ekki gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. janúar 2017 00:08 Sean Spicer kom með athyglisvert útspil að mati Karls Garðarssonar Vísir/Getty/GVA Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Sean Spicer, baunaði allhressilega á fjölmiðlamenn vestanhafs fyrir það sem hann kallaði „platfréttaflutning að yfirlögðu ráði“ í tengslum við innsetningarathöfn Donalds Trump í gær. Tók hann þar í sama streng og hinn nýi forseti sem sendi fjölmiðlum tóninn í heimsókn sinni til leyniþjónustu Bandaríkjanna í dag. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir framhaldið líklegt til að verða athyglisvert, það hafi nefnlega aldri þótt gáfulegt að gera fjölmiðla að óvinum sínum. „Í gær, þegar þjóðin og heimsbyggðin öll fylgdist með friðsælum stjórnarskiptum, dreifðu nokkrir fjölmiðlar platfréttum,“ sagði Spicer og nefndi í því samhengi einna helst tvennt; annars vegar fregnir af fjarlægingu brjóstmyndar af Martin Luther King jr. úr skrifstofu forsetans sem og misvísandi tölur um fjölda þeirra sem sáu innsetningarathöfnina með berum augum. Þrátt fyrir að fregnir af brjóstmyndinni hafi verið leiðréttar fyrir fund Spicers með blaðamönnum, Time hljóp á sig og sagði henni hafa verið skipt út fyrir sambærilega styttu af Winston Churchill, þá baunaði hann engu að síður hressilega á fjölmiðla vegna þessa.Framsetningin villandi þrátt fyrir um sjöfalt meiri mætingu árið 2009Því næst lét hann þá heyra það fyrir samanburðinn á aðsókninni á innsetningu Donalds Trump og forvera hans Baracks Obama árið 2009. Myndir hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að áhorfendur voru töluvert fleiri fyrir 8 árum síðan en í gær.Obama v. Trump #Inauguration attendance. pic.twitter.com/z44FKla6Ze— Keegan Stephan (@KeeganNYC) January 20, 2017 Opinber talning staðfestir að sama skapi að mætingin var umtalsvert betri þegar Obama sór eiðinn, að viðstöddum rúmlega 1.8 milljón manna árið 2009, samanborið við 250 þúsund í gær. „Myndirnar af innsetningarathöfninni voru sérstaklega settar fram með þessum hætti til þess að gera lítið úr þeim gríðarlega fjölda sem mætti,“ sagði Spicer og bætti við: „Þetta er mesti fjöldi sem fylgst hefur með innsetningarathöfn forseta.“ Hann sagði tilraunir til að halda öðru fram og gera þannig lítið úr áhuganum á Trump og embættistöku hans vera „skammarlegar og rangar.“ Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttamaður og þingmaður Framsóknarflokksins, tjáir sig um árásir Trumps á blaðamenn á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld. Þar segir hann að forsetinn ætli „greinilega að ráðast harkalega á fjölmiðla í hvert sinn sem hann er ósáttur við fréttir þeirra.“ Þetta segir hann vera athyglisvert: „Það hefur nefnilega ekki þótt gáfulegt til þessa að gera fjölmiðla að óvinum sínum,“ segir Karl í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira