Aron: Fannst markvörðurinn eiga að verja þetta skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 15:15 Aron Sigurðarson lætur vaða á markið í Nanning í dag. vísir/getty Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Aron Sigurðarson, leikmaður Tromsö í Noregi, skoraði annað mark Íslands í 2-0 sigri á Kína á æfingamóti í Nanning í dag en sigurinn kom strákunum okkar í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Aron kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði með skoti fyrir utan teig þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Strákarnir okkar voru töluvert betri í seinni hálfleik heldur en í þeim fyrri.Sjá einnig:Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn „Þeir lágu á okkur í fyrri hálfleik. Mér fannst við eiga erfitt með að spila boltanum en seinni hálfleikurinn var öðruvísi. Þar héldum við boltanum betur og það létti á okkur þegar Kjartan Henry skoraði,“ segir Aron í samtali við Vísi frá Kína. „Við vorum ekki í eins mikilli bullandi vörn og við vorum framan af eftir að við skoruðum. Þeir hættu að liggja jafnmikið á okkur og þá fóru hlutirnir að opnast fyrir okkur.“ Aron fékk sendingu frá Kjartani Henry á vallarhelmingi Kína þegar hann skoraði markið. Þessi áræðni vængmaður straujaði að teignum og skaut en boltinn fór undir markvörð gestanna sem hefði átt að verja skotið. „Ég hélt að hann myndi verja þetta,“ viðurkennir Aron. „Ég sá í endursýningu eftir leik að boltinn skoppaði leiðinlega fyrir hann af grasinu en mér fannst hann eiga að verja þetta skot. Hann varði fyrra skotið mitt mjög vel.“ Aron skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Bandaríkjunum í janúar í fyrra. Hann þurfti að bíða í ár eftir næsta landsleik og skoraði þá aftur. Tveir landsleikir - tvö mörk. „Það er vonandi að maður fái bara fleiri mínútur í næsta leik og fleiri landsleiki á árinu. Það er stefnan, en það er auðvitað alltaf gaman að skora,“ segir Aron Sigurðarson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var ánægður með innkomu varamannanna í 2-0 sigrinum gegn Kína í dag. 10. janúar 2017 14:53
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30