Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 13:45 Theodór Elmar og Kristinn Jónsson í baráttunni í Kína. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Fótbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fótbolti Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira