Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 13:45 Theodór Elmar og Kristinn Jónsson í baráttunni í Kína. Vísir/Getty Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta er komið í úrslit Kínabikarsins, æfingmóts í Nanning í Kína, eftir sigur á heimamönnum, 2-0, í fyrsta leik mótsins í dag. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það varamennirnir Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson sem skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleiknum. Heimir Hallgrímsson lét engan af sjö nýliðum íslenska hópsins á mótinu byrja heldur treysti reyndari mönnum sem kunna betur á kerfið. Fjórir nýliðar þreyttu aftur á móti frumraun sína sem varamenn í seinni hálfleik; Óttar Magnús Karlsson, Böðvar Böðvarsson, Albert Guðmundsson og Orri Sigurður Ómarsson. Fyrri hálfleikurinn var ekki upp á marga fiska hjá strákunum okkar. Vináttulandsleikir hafa ekki verið sterkasta hlið landsliðsins og þannig var spilamennskan í fyrri hálfleik. Kínverjar voru miklu grimmari í návígum, héldu boltanum betur og áttu nokkra fína spilkafla. Á sama tíma gátu strákarnir okkar varla tengt saman tvær sendingar. Hannes Þór Halldórsson kom Íslandi til bjargar undir lok fyrri hálfleik þegar hann varði meistaralega í stöðunni einn á móti einum, en það var markverðinum að þakka að Ísland var ekki marki undir eftir fyrri hálfleikinn. Heimir gerði engar breytingar á liðinu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun skárri. Íslenska liðið var undir í baráttunni nánast allan fyrri hálfleikinn með þá Björn Daníel Sverrisson og Guðlaug Victor Pálsson í stöðum Arons og Gylfa en þeir komust í mun betri takt í síðari hálfleik. Björn Daníel átti svo stóran þátt í fyrra marki íslenska liðsins. Hafnfirðingurinn fékk sendingu inn á teiginn á 64. mínútu og sneri meistaralega með boltann áður en hann lét skot vaða á markið. Markvörður Kínverja varði skotið en beint fyrir fætur varamannsins Kjartans Henrys Finnbogasonar sem renndi boltanum í netið aðeins fimm mínútur eftir að hann kom inn á. Frábær innkoma hjá þessum markheppni framherja. Eftir þetta var íslenska liðið betra og Kínverjarnir ógnuðu markinu ekki mikið. Aron Sigurðarson gulltryggði 2-0 sigur Íslands með skoti fyrir utan teig sem fór undir markvörðinn og í netið. Aron, sem skoraði í sínum fyrsta landsleik á móti Bandaríkjunum í fyrra, skoraði nú í sínum öðrum landsleik. Tveir leikir - tvö mörk, ekki amalegt. Þrír fastamenn byrjunarliðsins; Hannes Þór og varnarmennirnir Kári Árnason og Birkir Már Sævarsson, voru í heildina bestu menn íslenska liðsins en Guðlaugur Victor spilaði vel í seinni hálfleik og þá var Björn Bergmann duglegur í framlínunni. Innkoma Kjartans Henry og Arons hleypti svo lífi í spilamennsku strákanna okkar. Ísland spilar til úrslita í Kínabikarnum á sunnudaginn en þar mætir liðið annað hvort Króatíu eða Síle. Þau mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.
Fótbolti Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn