Heimir: Frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. janúar 2017 14:53 Heimir Hallgrísmson á hliðarlínunni í rigningunni í Nanning í dag. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, var léttur þegar Vísir heyrði í honum eftir 2-0 sigur strákanna okkar á Kína í hádeginu í dag. Sigurinn kom íslenska liðinu í úrslitaleik Kínabikarsins sem fram fer á sunnudaginn. Strákarnir okkar voru ekki að spila vel í fyrri hálfleiknum og Heimir var fyrsti maðurinn til að viðurkenna það. Hann var reyndar sáttur með fyrstu mínúturnar. „Fyrri hálfleikurinn byrjaði ágætlega og við vorum ánægðir með fyrstu 15-20 mínúturnar. Við fengum ágætar opnanir en misstum svo tökin á leiknum,“ segir Heimir. „Við vissum það fyrir leikinn að Kínverjarnir myndu sækja hratt þegar þeir myndu vinna boltann og þetta slitnaði allt í sundur hjá okkur. Það sást alveg að við opnuðumst og vorum ekki að spila sem ein heild. Þá fórum við að kýla boltann fram þar sem framherjarnir voru ekki komnir í stöðu.“ Vestamanneyingurinn var aftur á móti kátur með frammistöðuna í seinni hálfleik þar sem Ísland tók forystuna á 64. mínútu með marki Kjartans Henrys Finnbogasonar. „Vegna spilamennskunnar í fyrri hálfleik ákváðum við að færa liðið aftar í þeim síðari og þétta raðirnar. Það gekk vel og kínverska liðið átti erfitt með að spila í gegnum okkur. Þá opnuðust líka betri tækifæri fyrir okkur þegar þeir komu framar,“ segir Heimir. „Við stýrðum leiknum betur í seinni hálfleiknum, sérstaklega þegar við vorum ekki með boltann. Við gátum hvílt í varnarleiknum með góðum færslum.“ Kjartan Henry skoraði eftir að koma inn á sem varamaður og það gerði Aron Sigurðarson líka. Báðir komu inn með mikinn kraft í liðið eins og allir varamennirnir. Þetta var þjálfarateymið ánægt með. „Við vorum einmitt að ræða þetta eftir leikinn. Við vorum hrikalega ánægðir með viðhorfið hjá öllum leikmönnunum. Menn eru ekki í leikformi og ekki í topp standi. Það var því eðlilegt að menn urðu þreyttir enda völlurinn líka rennandi blautur. Þá var frábært að fá þetta rétta viðhorf inn á völlinn,“ segir Heimir Hallgrímsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15 Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45 Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44 Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Kjartan Henry: Mikilvægt að ná inn marki Framherjinn braut ísinn fyrir íslenska liðið sem lagði Kína 2-0 og komst í úrslitaleikinn. 10. janúar 2017 14:15
Varamennirnir komu Íslandi í úrslit Kínabikarsins | Sjáðu mörkin Kjartan Henry Finnbogason og Aron Sigurðarson skoruðu sitthvort markið í seinni hálfleik er strákarnir okkar lögðu Kína í fyrsta leik ársins. 10. janúar 2017 13:45
Björn Bergmann byrjar gegn Kína Byrjunarlið Íslands gegn Kína fyrir leikinn í hádeginu hefur verið tilkynnt. 10. janúar 2017 10:44
Sjáðu glæsilegan snúning Björns Daníels er Ísland komst yfir Ísland hefur 1-0 forystu gegn Kína í leik liðanna í Nanning. 10. janúar 2017 13:30