Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2017 15:29 KOna stendur fyrir utan lokað sendiráð Bandaríkjanna í Istanbúl. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir. Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir.
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira