Tyrkir biðja Bandaríkin um að endurskoða ákvörðun um vegabréfsáritanir Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2017 15:29 KOna stendur fyrir utan lokað sendiráð Bandaríkjanna í Istanbúl. Vísir/AFP Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi hafa biðlað til Bandaríkjanna um að sú ákvörðun að stöðva vegabréfsáritanir frá Tyrklandi til Bandaríkjanna verði endurskoðuð. Nýjustu deilur ríkjanna hafa leikið Líruna og vegabréfamarkaði í Tyrklandi grátt. Tyrkir hafa handtekið einn starfsmann ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Tyrklandi og gefið út handtökuskipun gagnvart öðrum. Báðir eru sakaðir um tengsl við klerkinn Fethulla Gulen, sem ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan saka um að hafa skipulagt valdaránstilraunina í fyrra.Vilja Gulen Gulen er í útlegð í Bandaríkjunum og hafa Tyrkir farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin vilja hins vegar ekki gera það án sannana. Yfirvöld í Tyrklandi gripu til mikilla hreinsana eftir valdaránstilraunina og hafa minnst 40 þúsund manns verið handteknir og um 120 þúsund hafa verið reknir úr störfum sínum. Sendiráð Bandaríkjanna í Ankara segir ásakanirnar gegn starfsmönnum Bandaríkjanna vera án nokkurs grundvallar. Gefið var út í gær að engar vegabréfsáritanir til Bandaríkjanna yrðu gefnar út þar til Tyrkir myndu tryggja öryggi starfsmanna sendiráða og ræðismansskrifstofa Bandaríkjanna. Skömmu seinna sögðust Tyrkir ekki ætla að gefa út vegabréfsáritanir fyrir fólk sem hugðist ferðast til Tyrklands frá Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Reuters var erindreki Bandaríkjanna kallaður til utanríkisráðuneytis Tyrklands í dag. Farið var fram á að ákvörðun Bandaríkjanna yrði afturkölluð þar sem hún myndaði óþarfa spennu á milli ríkjanna. Dómsmálaráðherra Tyrklands segir það rétt yfirvalda að rétta yfir tyrkneskum ríkisborgara. Báðir starfsmennirnir sem um ræðir eru Tyrkir.Deilt um nokkuð skeið Tyrkir og Bandaríkjamenn hafa eldað grátt silfur saman um nokkuð skeið og þá sérstaklega vegna stuðnings Bandaríkjanna við sýrlenska Kúrda. Yfirvöld Tyrklands segja þá vera hryðjuverkamenn. Önnur deilumál hafa einnig komið upp á milli ríkjanna eins og það þegar öryggisverðir Erdogan réðust á hóp friðsamra mótmælenda í Washington DC.Samkvæmt frétt BBC hafa Tyrkir verið sakaðir um að halda fólki í gíslingu til að reyna að þvinga Bandaríkin til að framselja Gulen. Bandarískur prestur var handtekinn í Tyrklandi í fyrra og sömuleiðis hafa nokkrir Þjóðverjar verið handteknir.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira