Hún var einlæg gleðin sem braust út á Laugardalsvelli í kvöld þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér farseðilinn á HM í Rússlandi 2018.
Að leik loknum var strákunum okkar auðvitað fagnað vel og innilega og tóku þeir auðvitað hið víðfræga HÚH með áhorfendum í leikslok.
Myndband af HÚH-inu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en eins og sjá má tendraði Tólfan blys í stúkunni strákunum til heiðurs.
