Þetta hús reis fyrir 40% af kostnaði í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2017 20:30 Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna. Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna.
Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30
Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00