Þetta hús reis fyrir 40% af kostnaði í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2017 20:30 Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna. Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Eftir áratuga ördeyðu í íbúðabyggingum á Vestfjörðum er búið að reisa tvö raðhús á Tálknafirði og taka grunninn að öðrum tveimur. Byggingarkostnaður reyndist vera innan við 40 prósent af því sem er á Reykjavíkursvæðinu. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Indriða Indriðason, oddvita og sveitarstjóra Tálknafjarðar. Ný íbúðarhús í þorpum Vestfjarða undanfarinn áratug má líklegast telja á fingrum annarrar handar. Á Hólmavík reis raðhúsalengja fyrir fjórum árum og nú er þessi komin upp á Tálknafirði og búið að steypa sökklana að þeirri næstu. Það er ekki tilviljun að húsin rísi á Tálknafirði. Þar er vagga fiskeldisins á Vestfjörðum. „Það er kannski bara í takt við það sem er að gerast hér á þessu svæði. Það er aukin þörf eftir húsnæði og við sjáum ekkert annað en vænkandi hag hér,” segir Indriði. Það er sveitarfélagið sjálft sem stendur að húsbyggingunni í gegnum eigið fasteignafélag og það er orðið langt síðan síðast reis hér íbúðarhús. „Ég veit að það var hús reist hér í Tálknafirði fyrir einhverjum tólf árum síðan. En þar á undan held ég að menn séu að tala um tuttugu ára eyðimerkurgöngu.”Indriði Indriðason, oddviti og sveitarstjóri Tálknafjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Stærðin er miðuð við að húsin geti hentað fjölskyldum. Hvor íbúð er um 130 fermetrar að stærð og með bílskúr. Þá er þetta fyrsta íbúðarhúsið í þorpinu á Tálknafirði sem kynnt er með heitu vatni. Og hér eru ekki íþyngjandi lóðagjöld sem setti byggingarkostnað niður í 280 þúsund krónur á fermetrann. „Ætli hann sé ekki 35 til 40 prósent af því sem hann er á höfuðborgarsvæðinu.” Fyrir vestan þykir mönnum skjóta skökku við að á meðan erlendir fjárfestar eru tilbúnir að hætta milljörðum króna í fiskeldisbyggingar gengur erfiðlega að fá lán til íbúðabygginga í íslenskum lánastofnunum. „Því miður er það bara þannig að trú manna á landsbyggðinni er ekki meiri en svo að lánastofnanir ganga ekki í takt við það sem er að gerast hér. Það er bara svoleiðis,” segir Indriði oddviti. Sýnt var beint frá Tálknafirði í fréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum þegar Arnarlax fékk til landsins nýjan fóðurpramma. Hér má sjá útsendinguna.
Tengdar fréttir Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00 Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15 Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30 Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Stærsta seiðaeldisstöð landsins og sú fyrsta sem endurnýtir vatnið Ein fullkomnasta seiðaeldisstöð heims rís nú í botni Tálknafjarðar þar sem megnið af vatninu verður endurnýtt. 15. júní 2017 22:00
Liðinu að sunnan skyldi mætt með heykvíslum Eftir fimm ára reynslu af einkareknum grunnskóla eru Tálknfirðingar ekki að fara að snúa til baka. Skólastjórinn segir útkomuna betri nemendur. 14. júní 2017 13:15
Fyrstu íbúðirnar byggðar á Hólmavík eftir hrun Fyrsta húsbyggingin eftir hrun er hafin á Hólmavík. Byggingarfélag heimamanna hóf fyrir helgi að grafa grunn að raðhúsalengju. Kaupfélag Steingrímsfjarðar er stærsti eigandi Fasteignafélagsins Hornsteina, sem reisir raðhúsin, en að því standa einnig Sparisjóður Strandamanna, Hólmadrangur og Trésmiðjan Höfði. 16. október 2012 20:30
Fljúga til Bíldudals frá Norður-Noregi Vegna aukinna umsvifa í laxeldi á Vestfjörðum eru norskar flugvélar farnar að lenda reglulega á Bíldudalsflugvelli. 9. júní 2017 21:00