Íslenskur knattspyrnumaður dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á 15 ára stúlku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2017 17:45 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum þegar hann káfaði á 15 ára stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat vorið 2015. Í dómi héraðsdóms, sem ekki hefur verið birtur á vef dómstólanna en Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi verið knattspyrnumaður og þjálfari hjá íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu þegar brotin áttu sér stað. Auk þess var hann starfsmaður í íþróttahúsi félagsins. Maðurinn var tvítugur en stúlkan 15 ára þegar brotin áttu sér stað og æfði hún hjá félaginu. Hann var ekki þjálfari stúlkunnar og í dómnum kemur fram að þau hafi ekkert þekkst. Manninum var vikið frá störfum hjá félaginu í kjölfar brotanna og leikur nú knattspyrnu með meistaraflokki annars félags.Neitaði að hafa káfað á stúlkunni Samkvæmt ákæru var manninum gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega með því að hafa snert rass hennar, utanklæða, í húsnæði íþróttafélagsins og í framhaldinu ítrekað sent henni gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum Snapchat. Var hann meðal annars ákærður fyrir skilaboð þar sem hann bað stúlkuna um að stunda kynlíf með sér, óskaði eftir að hún sendi honum myndir af sér léttklæddri, ræddi eigið kynlíf við hana og sendi henni að minnsta kosti í eitt skipti mynd af kynfærum sínum. Fyrir dómi neitaði maðurinn að hafa káfað á stúlkunni í íþróttahúsinu. Hún hafi komið inn á tiltekið svæði þar með annarri stúlku en að þær hafi ekki verið lengi þar inni. Maðurinn sagðist hvorki hafa snert stúlkuna né talað við hana en að hann hafi fyrst tekið eftir henni þennan dag, litist vel á hana og langaði til þess að kynnast henni betur. Hann hafi því „addað“ henni á Snapchat. Maðurinn „addaði“ stúlkunni tvisvar á samfélagsmiðlinum undir tveimur mismunandi notendanöfnum því stúlkan „blokkeraði“ hann. Upphaflega gengu samskipti þeirra á samfélagsmiðlinum út á það að stúlkan reyndi að átta sig á því hver hefði „addað“ henni en hún komst svo að því þegar maðurinn sagðist hafa snert rassinn á henni viljandi. Spurður fyrir dómi hvers vegna hann hefði sagt þetta sagði hann þetta hafa verið leið til að hefja samskiptin við stúlkuna. Hann hafi í raun ekki snert rassinn á henni.Kannaðist við að hafa sent stúlkunni mynd eða myndir af kynfærum sínum Dómurinn mat þennan framburð mannsins hins vegar mjög ósannfærandi þar sem ljóst væri að hann gengi út frá því að stúlkan tengdi hann við snertinguna og leitaði eftir viðbrögðum frá henni. Þá stóðst framburður hans um að stúlkan hefði komið inn á svæðið ásamt annarri stúlku ekki samhljóða framburð stúlkunnar sem maðurinn braut á og hinnar stúlkunnar um að sú fyrrnefnda hefði farið ein inn. Dómurinn taldi því sannað, gegn neitun mannsins, að hann hefði káfað á stúlkunni í umrætt sinn og þannig áreitt hana kynferðislega. Fyrir dómi kvaðst maðurinn kannast við samskiptin sem láu fyrir í gögnum málsins. Hann kvaðst meðal annars kannast við að hafa sent stúlkunni mynd eða myndir af kynfærum sínum. Stúlkan hafi ekki sent honum kynferðislegar myndir af sér. Maðurinn sagði að honum hefði fundist sem að stúlkan hefði tekið í skilaboðin hans á jákvæðan hátt þó að hún hefði „ekki beint“ lýst yfir áhuga á kynlífi við hann. Þá sendi hún honum ekki kynferðisleg skilaboð eins og þau sem hann sendi henni en maðurinn sagði að honum virtist sem stúlkan setti það fyrir sig að hann ætti kærustu. Aðspurður fyrir dómi kvaðst maðurinn ekki hafa vitað um aldur stúlkunnar; hún hafi verið að æfa með kærustu hans sem væri þremur árum eldri og hann hefði haldið að þær væru jafngamlar. Í dómnum kemur hins vegar fram að samkvæmt gögnum málsins hafi stúlkan sagt manninum hvað hún væri gömul, það er 15 ára.Ekkert í samskiptum mannsins við stúlkuna sem benti til þess að hún hefði með einhverjum hætti sóst eftir þeim Þrátt fyrir að maðurinn hefði kannast við það að hafa sent stúlkunni þau skilaboð sem liggja fyrir í málinu neitaði hann því að hann hefði haft ásetning til þess að áreita stúlkuna. Taldi hann sig hafa skynjað gagnkvæman áhuga hennar á honum en að mati dómsins var ekkert í umræddum samskiptum sem benti til þess að hún hefði með einhverjum hætti sóst eftir þeim eða ýtt undir þau. Þannig vildi stúlkan ekki hitta manninn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hans um það og þá vék hún sér undan því að svara honum. Framburður stúlkunnar hafi, að mati dómsins, verið allt frá upphafi stöðugur um að henni hafi bæði þótt skilaboðin ógeðfelld og óviðeigandi. Hins vegar mat dómurinn fráleita þá skýringu mannsins að hann hafi mátt skilja svör stúlkunnar þannig að kærasta hans væri það eina sem kæmi í veg fyrir að hún hitti hann. „Með ofangreindum samskiptum gekk ákærði langt út fyrir eðlileg mörk í samskiptum sínum við brotaþola. Þegar litið er til eðlis, inntaks og ítrekun skilaboðanna telur dómurinn að ákærða hafi mátt vera ljóst að þau fælu í sér gróft áreiti gagnvart henni,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var, eins og sagði í upphafi, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur. Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 22 ára gamlan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni og brot á barnaverndarlögum þegar hann káfaði á 15 ára stúlku og sendi henni kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat vorið 2015. Í dómi héraðsdóms, sem ekki hefur verið birtur á vef dómstólanna en Vísir hefur undir höndum, kemur fram að maðurinn hafi verið knattspyrnumaður og þjálfari hjá íþróttafélagi á höfuðborgarsvæðinu þegar brotin áttu sér stað. Auk þess var hann starfsmaður í íþróttahúsi félagsins. Maðurinn var tvítugur en stúlkan 15 ára þegar brotin áttu sér stað og æfði hún hjá félaginu. Hann var ekki þjálfari stúlkunnar og í dómnum kemur fram að þau hafi ekkert þekkst. Manninum var vikið frá störfum hjá félaginu í kjölfar brotanna og leikur nú knattspyrnu með meistaraflokki annars félags.Neitaði að hafa káfað á stúlkunni Samkvæmt ákæru var manninum gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega með því að hafa snert rass hennar, utanklæða, í húsnæði íþróttafélagsins og í framhaldinu ítrekað sent henni gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum Snapchat. Var hann meðal annars ákærður fyrir skilaboð þar sem hann bað stúlkuna um að stunda kynlíf með sér, óskaði eftir að hún sendi honum myndir af sér léttklæddri, ræddi eigið kynlíf við hana og sendi henni að minnsta kosti í eitt skipti mynd af kynfærum sínum. Fyrir dómi neitaði maðurinn að hafa káfað á stúlkunni í íþróttahúsinu. Hún hafi komið inn á tiltekið svæði þar með annarri stúlku en að þær hafi ekki verið lengi þar inni. Maðurinn sagðist hvorki hafa snert stúlkuna né talað við hana en að hann hafi fyrst tekið eftir henni þennan dag, litist vel á hana og langaði til þess að kynnast henni betur. Hann hafi því „addað“ henni á Snapchat. Maðurinn „addaði“ stúlkunni tvisvar á samfélagsmiðlinum undir tveimur mismunandi notendanöfnum því stúlkan „blokkeraði“ hann. Upphaflega gengu samskipti þeirra á samfélagsmiðlinum út á það að stúlkan reyndi að átta sig á því hver hefði „addað“ henni en hún komst svo að því þegar maðurinn sagðist hafa snert rassinn á henni viljandi. Spurður fyrir dómi hvers vegna hann hefði sagt þetta sagði hann þetta hafa verið leið til að hefja samskiptin við stúlkuna. Hann hafi í raun ekki snert rassinn á henni.Kannaðist við að hafa sent stúlkunni mynd eða myndir af kynfærum sínum Dómurinn mat þennan framburð mannsins hins vegar mjög ósannfærandi þar sem ljóst væri að hann gengi út frá því að stúlkan tengdi hann við snertinguna og leitaði eftir viðbrögðum frá henni. Þá stóðst framburður hans um að stúlkan hefði komið inn á svæðið ásamt annarri stúlku ekki samhljóða framburð stúlkunnar sem maðurinn braut á og hinnar stúlkunnar um að sú fyrrnefnda hefði farið ein inn. Dómurinn taldi því sannað, gegn neitun mannsins, að hann hefði káfað á stúlkunni í umrætt sinn og þannig áreitt hana kynferðislega. Fyrir dómi kvaðst maðurinn kannast við samskiptin sem láu fyrir í gögnum málsins. Hann kvaðst meðal annars kannast við að hafa sent stúlkunni mynd eða myndir af kynfærum sínum. Stúlkan hafi ekki sent honum kynferðislegar myndir af sér. Maðurinn sagði að honum hefði fundist sem að stúlkan hefði tekið í skilaboðin hans á jákvæðan hátt þó að hún hefði „ekki beint“ lýst yfir áhuga á kynlífi við hann. Þá sendi hún honum ekki kynferðisleg skilaboð eins og þau sem hann sendi henni en maðurinn sagði að honum virtist sem stúlkan setti það fyrir sig að hann ætti kærustu. Aðspurður fyrir dómi kvaðst maðurinn ekki hafa vitað um aldur stúlkunnar; hún hafi verið að æfa með kærustu hans sem væri þremur árum eldri og hann hefði haldið að þær væru jafngamlar. Í dómnum kemur hins vegar fram að samkvæmt gögnum málsins hafi stúlkan sagt manninum hvað hún væri gömul, það er 15 ára.Ekkert í samskiptum mannsins við stúlkuna sem benti til þess að hún hefði með einhverjum hætti sóst eftir þeim Þrátt fyrir að maðurinn hefði kannast við það að hafa sent stúlkunni þau skilaboð sem liggja fyrir í málinu neitaði hann því að hann hefði haft ásetning til þess að áreita stúlkuna. Taldi hann sig hafa skynjað gagnkvæman áhuga hennar á honum en að mati dómsins var ekkert í umræddum samskiptum sem benti til þess að hún hefði með einhverjum hætti sóst eftir þeim eða ýtt undir þau. Þannig vildi stúlkan ekki hitta manninn þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hans um það og þá vék hún sér undan því að svara honum. Framburður stúlkunnar hafi, að mati dómsins, verið allt frá upphafi stöðugur um að henni hafi bæði þótt skilaboðin ógeðfelld og óviðeigandi. Hins vegar mat dómurinn fráleita þá skýringu mannsins að hann hafi mátt skilja svör stúlkunnar þannig að kærasta hans væri það eina sem kæmi í veg fyrir að hún hitti hann. „Með ofangreindum samskiptum gekk ákærði langt út fyrir eðlileg mörk í samskiptum sínum við brotaþola. Þegar litið er til eðlis, inntaks og ítrekun skilaboðanna telur dómurinn að ákærða hafi mátt vera ljóst að þau fælu í sér gróft áreiti gagnvart henni,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn var, eins og sagði í upphafi, dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni hálfa milljón króna í miskabætur.
Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira