Harry á erfitt með að fyrirgefa afskiptaleysi ljósmyndaranna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2017 23:08 Prinsarnir minnast Díönu þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar. Vísir/getty Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017 Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Harry segist eiga erfitt með að sætta sig við þá staðreynd að ljósmyndarar, sem talið er að hafi valdið dauða hennar, hafi, í stað þess að hjálpa Díönu, tekið myndir af henni þegar hún var stórslösuð en þó með lífsmarki í aftursæti bílsins.Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC lofa bræðurnir föður sinn, Karl Bretaprins, fyrir þá umhyggju sem hann hafi sýnt þeim eftir dauða Díönu. „Það erfiðasta sem foreldri þarf að gera er segja börnunum sínum að hitt foreldrið sé látið,“ segir Harry sem bætir við að Karl hafi ætíð verið til staðar fyrir þá. Vilhjálmur Bretaprins opnaði sig um áfallið sem hann gekk í gegnum í kjölfar dauða móður sinnar. Hann segir að áföll geti annað hvort brotið mann eða styrkt. Vilhjálmur segist hafa reynt að láta ekki hugfallast.Í nýrri heimildamynd um Prinsessuna, In Her Own Words, kemur fram að Díana reyndi að veita sonum sínum eðlilegt fjölskyldulíf. Henni var það mikilvægt að Harry og Vilhjálmur vissu að það væri líf handan hallarinnar.Vísir/gettyDíana er Vilhjálmi ætíð ofarlega í huga og hann segir einmitt hana hafa orðið til þess að hann hafi neitað að gefast upp gagnvart sorginni því hann vildi að hún hefði orðið stolt af sér. Hugsunin um að allsherjar uppgjöf hans og Harrys yrði samofin arfleifð Díönu var honum þyrnir í augum. Haldreipi í gegnum sorgina var ástin, orkan og alúðin sem Díana lagði í uppeldið. Hann vildi ekki að það hefði verið til einskis. Harry og Vilhjálmur hafa fjallað, í röð viðtala, um móður sína þegar tuttugu ár eru liðin frá dauða hennar en Díana lést 31. ágúst, 1997 þegar hún var aðeins þrjátíu og sex ára. Í öðru viðtali segir Harry þá bræður vera mjög ástríðufulla þegar komi að góðgerðamálum. Þeir finni fyrir nálægð móður sinnar þegar þeir gefi af sér. Harry segir Díönu vera leiðarljósið sem hafi leitt þá út í góðgerðarmál.Prince William's moving account of how his mother's death, in a car crash in Paris 20 years ago, affected himhttps://t.co/bIszpgcbfW pic.twitter.com/xrb0pgvvJR— BBC News (World) (@BBCWorld) August 23, 2017
Kóngafólk Tengdar fréttir Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04 „Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00 Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53 Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32 Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Umdeildar upptökur af Díönu sýndar í Bretlandi Prinsessan sagði brúðkaupsdaginn vera þann versta í lífi sínu. 27. júlí 2017 20:04
„Ég vildi óska að hún gæti hitt Katrínu og börnin“ Vilhjálmur Bretaprins er á forsíðu GQ þar sem hann opnar sig um móðurmissinn í einlægu forsíðuviðtali við breska tímaritið. 30. maí 2017 22:00
Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota Segist óttast að það muni valda prinsunum Vilhjálmi og Harry þjáningu. 30. júlí 2017 23:53
Harry Bretaprins íhugaði að snúa baki við krúnunni „Á tímabili langaði mig að hætta,“ segir Harry um það að vera hluti af konungsveldinu. Hann hafi alvarlega íhugað að hefja nýtt líf sem ótiginn maður. Það eina sem hindraði hann í að gefa upp á bátinn konunglegt hlutverk sitt hafi verið hollusta hans við drottninguna. 25. júní 2017 10:32
Prinsarnir minnast hinsta símtalsins við móður sína Prinsarnir Vilhjámur og Harry ræða símtalið sem þeir áttu við Díönu prinsessu síðasta dag ágústmánaðar 1997 í nýrri heimildarmynd ITV. 23. júlí 2017 09:09