Erlent

Bróðir Díönu vill stöðva birtingu umdeildra myndbrota

Samúel Karl Ólason skrifar
Díana prinsessa.
Díana prinsessa. Vísir/GEtty
Jarlinn Charles Spencer, bróðir prinsessunnar Díönu af Wales, er sagður hafa biðlað til sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 að sýna ekki umdeild myndbrot af systur sinni. Hann segist óttast að það gæti valdið prinsunum Vilhjálmi og Harry, sonum Díönu, þjáningu.

Fjölmiðlar ytra segja Channel 4 hafa varið ákvörðun sína með því að upptökurnar séu „mikilvægar söguheimildir“.

Myndbrotin voru tekin upp af raddþjálfa Díönu á árunum 1992 og 93. Þar ræðir Díana meðal annars hjónaband sitt við Karl Bretaprins á opinskáan hátt og gefur hún ekki jákvæða mynd af lífi sínu innan bresku konungsfjölskyldunnar.

Fjölskylda Díönu hélt því lengi fram að upptökurnar væru þeirra eign, en eftir nokkurra ára málaferli fékk raddþjálfinn Peter Settelen þær aftur í sína vörslu árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×