Kvöldverður breyttist í krísufund Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2017 16:00 Shinzo Abe og Donald Trump. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, voru við matarborðið á Mar-a-Lago, sveitaklúbbi Trump í Flórída á laugardagskvöldið, þegar þeir komust á snoðir um eldflaugaskot Norður-Kóreu. Þannig breyttist rólegur kvöldverður í krísufund með litlum fyrirvara. Aðstoðarmenn hlupu inn í veitingasalinn með skjöl, nýjar upplýsingar og síma, meðal annars frá leyniþjónustum Bandaríkjanna og hópuðust við borð Trump og Abe. Á meðan sátu aðrir gestir í veitingasalnum og fylgdust með, en borð þeirra Trump og Abe var á miðju gólfi veitingasalsins. Þá fóru þjónar á milli manna á meðan á herlegheitunum stóð og tóku diska af borðum og báru nýja rétti á borð. Þar sem eina lýsingin í salnum barst frá tunglinu og kertaljósum voru ljós frá símum notuð svo Trump og Abe gætu lesið skjölin um eldflaugaskotið. Einn gestanna í salnum birti myndir af krísufundinum á Facebook í gær. Þar má sjá að hann stendur nánast við borðið þar sem tveir þjóðarleiðtogar voru að ræða og kynna sér nýjustu vendingar í langvarandi milliríkjadeilu.Færsla Richard DeAgazio á Facebook ásamt mynd úr veislunni.Washington Post bendir á að Trump hefur verið gagnrýndur fyrir atvikið og önnur atvik sem snúa að öryggi upplýsinga. Á einni myndinni má greinilega sjá hvernig sími er notaður svo að Abe geti lesið skjal. Símar búa yfir mörgu öðru en bara ljósum. Í þeim eru til dæmis myndavélar, hljóðnemar og flestir þeirra eru tengdir internetinu. Hægt er að gera ráð fyrir því að hakkarar á vegum annarra ríkisstjórna hafa beint sjónum sínum að Trump og ríkisstjórn hans og símar gætu reynst vera upptökutæki fyrir slíka aðila. Þá er vitað til þess að Trump notast við gamlan Android síma, sem sérfræðingar hafa sagt að mjög auðvelt sé að komast inn í. Chelse Clinton, dóttir Hillary Clinton, hefur einnig vakið athygli á málinu og veltir fyrir því fyrir sér hve margir meðlimir Mar-a-Lago sveitaklúbbsins séu mögulega njósnarar.How many of Mar-a-Lago's new members will be (already are?) members of foreign intelligence agencies & media organizations? https://t.co/8JqJfoWidP— Chelsea Clinton (@ChelseaClinton) February 13, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira