Starfshópur um lélega mætingu í efstu deild Benedikt Bóas skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Fulltrúar KSÍ, Íslensks toppfótbolta, 365 og Ölgerðarinnar eiga að komast að því hvað þurfi að taka til bragðs til að fá fólk á völlinn. vísir/eyþór Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur sett af stað starfshóp sem á að skoða hvernig eigi að fjölga áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla. Þrátt fyrir að Pepsi-deild karla hafi sjaldan verið jafn spennandi og skemmtileg hefur mætingin á vellina tólf verið undir væntingum. Rúnar V. Arnarson mun stýra verkefninu og hefur hann þegar kallað starfshópinn á einn fund. „Það er mál manna hjá úrvalsdeildarfélögunum að betur mætti fara og félögin hefðu viljað sjá fleira fólk í stúkunni. Við erum búin að sitja einn fund og setja eitthvað af stað. Við fórum yfir stöðuna, hvað er til ráða og hvað er hægt að gera,“ segir Rúnar. Hann býst við að þráðurinn verði tekinn aftur upp núna þegar verslunarmannahelgin er liðin. Þeir sem komu að fundinum voru Íslenskur toppfótbolti, hagsmunasamtök félaga í efstu deild, Ölgerðin og 365, rétthafi deildarinnar. „Það voru allir jákvæðir og allir af vilja gerðir að bæta í,“ bætir hann við. Íslenskur toppfótbolti ákvað fyrir tímabilið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 krónur og hækkaði miðaverð um 500 krónur. Frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Var hækkunin töluvert gagnrýnd. Rúnar segir að það séu fleiri breytur í dæminu en það að miðaverð hafi hækkað. „Þeir sem ákváðu það, Íslenskur toppfótbolti, verða að svara fyrir það, ég ætla ekki að blanda mér í það. KSÍ vill hjálpa félögunum og deildinni að verða betri og auka aðsóknina og gera hana söluvænni fyrir alla.“ Þrátt fyrir mikla spennu á toppi sem botni, mikið af mörkum og mikla skemmtun hefur aðsókn verið dræm. Aðsóknartölur voru ekki gefnar upp fyrir stórleik FH og Vals en nýja stúkan var heldur tómleg að sjá. Innan við 500 mættu í Víkina að sjá slag Víkinga og ÍBV og 671 kom á viðureign ÍA og KR. Í 13. umferð var aðeins einn leikur með yfir þúsund áhorfendur. „Ég held að fólk geti ekki kvartað að fá ekki skemmtilega leiki. Við vonum að þegar fólk fer að skila sér úr fríum og öðru að aðsóknin aukist. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og menn verða að vinna í þessu áfram,“ segir Rúnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn