Hömlulaust ofbeldi í borg syndanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. október 2017 06:00 Árás Stephens Paddock, 64 ára heimamanns, á gesti tónlistarhátíðar við Mandalay Bay hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum er sú mannskæðasta þar í landi í að minnsta kosti 68 ár. Paddock hóf skothríð af 32. hæð hótelsins niður á götu þar sem tónlistarhátíðin fór fram og drap að minnsta kosti 58 manns. Þá særði hann einnig 515 hið minnsta. Mannskæðasta árás sama tímabils hafði til þessa verið árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando, Flórída, í fyrra. Myrti Mateen 49 og særði 58. Samanlögð tala særðra og myrtra eftir árás Paddocks er því að minnsta kosti 573 á meðan Mateen myrti og særði 107. Vefsíðan Gun Violence Archive, sem heldur utan um allar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum, hélt því fram í gær að árásin væri sú 273. í Bandaríkjunum í ár. Fjöldaskotárásir eru skotárásir þar sem að minnsta kosti fjórir eru skotnir á sama stað og tíma. Paddock svipti sig lífi á hótelherbergi sínu á Mandalay Bay og er hann einn grunaður um verknaðinn. Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas fannst fjöldi skotvopna á herbergi hans og er talið að Paddock hafi gist þar síðan 28. september. Lögregla hefur ekki sagst rannsaka árásina sem hryðjuverk, ástæður Paddocks fyrir árásinni séu enn óþekktar og hann ekki talinn tengjast neinum hryðjuverkasamtökum. „Við höfum ekki hugmynd um gildi hans og skoðanir,“ sagði Joe Lombardo lögreglustjóri og bætti síðar við: „Það eru ákveðnir þættir sem tengjast hryðjuverkum aðrir en örvingluð manneskja sem hugsar bara um að drepa fólk.“ Þrátt fyrir ummæli lögreglustjórans lýstu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki yfir ábyrgð á árásinni. Á fréttasíðunni Amaq kemur ISIS því á framfæri að Paddock hafi verið hermaður samtakanna og hafi snúist til íslamstrúar fyrir nokkrum mánuðum. Í viðtali við CNN sagði Eric Paddock, bróðir Stephens, að árásin hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Hann var ekki trúaður, ópólitískur. Hann var enginn byssuáhugamaður og ég skil ekki hvar hann fékk þessar byssur. Hann var bara gaur sem bjó í Mesquite, keyrði til Las Vegas til að spila fjárhættuspil. Hann gerði bara eitthvað. Borðaði burrito.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti vottaði fórnarlömbum samúð sína í gær. „Ég samhryggist fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar í Las Vegas innilega. Megi guð blessa ykkur.“ Slíkt gerði fjöldi bandarískra stjórnmálamanna einnig, til að mynda fyrrverandi forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Í ræðu sinni í Hvíta húsinu sagði Trump að árásin hefði verið helber illska. „Við getum ekki skilið sársauka fjölskyldnanna eða missi þeirra. Við biðjum fyrir fjölskyldum hinna látnu, við erum til staðar fyrir ykkur.“ Demókratar vestanhafs kröfðust þess jafnframt að skotvopnalöggjöf landsins yrði hert, líkt og þeir hafa ætíð gert þegar stórar skotárásir eru gerðar, þó án mikils árangurs. „Harmleikir eins og þessi í Las Vegas hafa gerst of oft. Við verðum að taka umræðuna um hvernig er hægt að koma í veg fyrir byssuofbeldi. Við þurfum að gera það núna,“ sagði Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Að minnsta kosti fimm Íslendingar, sem allir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp, voru á Mandalay Bay hótelinu í fyrrinótt þegar árásin var gerð. Jón Þorgrímur Stefánsson framkvæmdastjóri segir þrjú þeirra hafa verið á veitingastað á hótelinu þegar árásin hófst. „Við héldum fyrst að um flugelda væri að ræða, fórum út á svalirnar og sáum þá fyrst hvað var í gangi. Þetta var hræðilegt að sjá og upplifa,“ segir Jón. Hann segir sérsveitina hafa komið inn á hótelið með gríðarlegum látum. „Hún lét alla leggjast á grúfu og vera þannig í langan tíma,“ segir Jón og bætir því við að allir í íslenska hópnum séu heilir. „Skelkuð en heil.“ Soffía Theodóra Tryggvadóttir segir lífsreynsluna óhugnanlega og virkilega óþægilega en hún var uppi á herbergi þegar árásin hófst. „Sérsveitin ruddist inn til mín fyrir um klukkutíma, beinandi að mér byssum til að vita hvort ég væri að fela einhvern,“ segir Soffía en Fréttablaðið talaði við hana í gærmorgun. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Árás Stephens Paddock, 64 ára heimamanns, á gesti tónlistarhátíðar við Mandalay Bay hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum er sú mannskæðasta þar í landi í að minnsta kosti 68 ár. Paddock hóf skothríð af 32. hæð hótelsins niður á götu þar sem tónlistarhátíðin fór fram og drap að minnsta kosti 58 manns. Þá særði hann einnig 515 hið minnsta. Mannskæðasta árás sama tímabils hafði til þessa verið árás Omars Mateen á hinsegin skemmtistaðinn Pulse í Orlando, Flórída, í fyrra. Myrti Mateen 49 og særði 58. Samanlögð tala særðra og myrtra eftir árás Paddocks er því að minnsta kosti 573 á meðan Mateen myrti og særði 107. Vefsíðan Gun Violence Archive, sem heldur utan um allar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum, hélt því fram í gær að árásin væri sú 273. í Bandaríkjunum í ár. Fjöldaskotárásir eru skotárásir þar sem að minnsta kosti fjórir eru skotnir á sama stað og tíma. Paddock svipti sig lífi á hótelherbergi sínu á Mandalay Bay og er hann einn grunaður um verknaðinn. Samkvæmt lögreglunni í Las Vegas fannst fjöldi skotvopna á herbergi hans og er talið að Paddock hafi gist þar síðan 28. september. Lögregla hefur ekki sagst rannsaka árásina sem hryðjuverk, ástæður Paddocks fyrir árásinni séu enn óþekktar og hann ekki talinn tengjast neinum hryðjuverkasamtökum. „Við höfum ekki hugmynd um gildi hans og skoðanir,“ sagði Joe Lombardo lögreglustjóri og bætti síðar við: „Það eru ákveðnir þættir sem tengjast hryðjuverkum aðrir en örvingluð manneskja sem hugsar bara um að drepa fólk.“ Þrátt fyrir ummæli lögreglustjórans lýstu hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki yfir ábyrgð á árásinni. Á fréttasíðunni Amaq kemur ISIS því á framfæri að Paddock hafi verið hermaður samtakanna og hafi snúist til íslamstrúar fyrir nokkrum mánuðum. Í viðtali við CNN sagði Eric Paddock, bróðir Stephens, að árásin hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Hann var ekki trúaður, ópólitískur. Hann var enginn byssuáhugamaður og ég skil ekki hvar hann fékk þessar byssur. Hann var bara gaur sem bjó í Mesquite, keyrði til Las Vegas til að spila fjárhættuspil. Hann gerði bara eitthvað. Borðaði burrito.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti vottaði fórnarlömbum samúð sína í gær. „Ég samhryggist fjölskyldum fórnarlamba árásarinnar í Las Vegas innilega. Megi guð blessa ykkur.“ Slíkt gerði fjöldi bandarískra stjórnmálamanna einnig, til að mynda fyrrverandi forsetarnir Barack Obama og Bill Clinton. Í ræðu sinni í Hvíta húsinu sagði Trump að árásin hefði verið helber illska. „Við getum ekki skilið sársauka fjölskyldnanna eða missi þeirra. Við biðjum fyrir fjölskyldum hinna látnu, við erum til staðar fyrir ykkur.“ Demókratar vestanhafs kröfðust þess jafnframt að skotvopnalöggjöf landsins yrði hert, líkt og þeir hafa ætíð gert þegar stórar skotárásir eru gerðar, þó án mikils árangurs. „Harmleikir eins og þessi í Las Vegas hafa gerst of oft. Við verðum að taka umræðuna um hvernig er hægt að koma í veg fyrir byssuofbeldi. Við þurfum að gera það núna,“ sagði Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður flokksins. Að minnsta kosti fimm Íslendingar, sem allir eru starfsmenn fyrirtækisins NetApp, voru á Mandalay Bay hótelinu í fyrrinótt þegar árásin var gerð. Jón Þorgrímur Stefánsson framkvæmdastjóri segir þrjú þeirra hafa verið á veitingastað á hótelinu þegar árásin hófst. „Við héldum fyrst að um flugelda væri að ræða, fórum út á svalirnar og sáum þá fyrst hvað var í gangi. Þetta var hræðilegt að sjá og upplifa,“ segir Jón. Hann segir sérsveitina hafa komið inn á hótelið með gríðarlegum látum. „Hún lét alla leggjast á grúfu og vera þannig í langan tíma,“ segir Jón og bætir því við að allir í íslenska hópnum séu heilir. „Skelkuð en heil.“ Soffía Theodóra Tryggvadóttir segir lífsreynsluna óhugnanlega og virkilega óþægilega en hún var uppi á herbergi þegar árásin hófst. „Sérsveitin ruddist inn til mín fyrir um klukkutíma, beinandi að mér byssum til að vita hvort ég væri að fela einhvern,“ segir Soffía en Fréttablaðið talaði við hana í gærmorgun.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39 Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49 Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Tugir látnir og hundruð særð eftir skotárás í Las Vegas 64 ára gamall karlmaður skaut á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas í nótt. 2. október 2017 08:39
Íslendingur á Mandalay-hótelinu: "Skotunum rigndi yfir mannskapinn“ Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp, segir það hafa verið hræðilegt að horfa upp á gesti tónlistarhátíðar í Las Vegas hlaupa og tvístrast eftir að maður hóf skotárás frá 32. hæð Mandalay-hótelsins. 2. október 2017 10:49
Morðinginn var fjárhættuspilari og sonur bankaræningja Faðir fjöldamorðingjans í Las Vegas var eitt sinn á lista tíu eftirlýstustu glæpamanna Bandaríkjanna. 2. október 2017 18:57