Hóta íbúa í Vestmannaeyjum með birtingu nektarmynda á samfélagsmiðlum Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. október 2017 17:16 Lögreglan í Vestmannaeyjum segist rannsaka málið sem kynferðisbrot og fjársvik. vísir/pjetur Karlmaður á þrítugsaldri, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur leitað til lögreglu vegna kynferðisbrots á hendur sér og fjársvika. Lögreglan vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi í gær en greinir frá því á Facebook-síðu sinni að kynferðisbrot og fjársvik hafi verið kærð og séu til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis snýr brotið meðal annars að birtingu nektarmynda af manninum í óþökk hans á samfélagsmiðlum. Er það í samræmi við það sem fram kemur hjá lögreglunni að um sé að ræða ólöglega dreifingu á nektarmyndum. Munu óprúttnir aðilar, mögulega frá Austur-Evrópu, vera að reyna að kúga fé út úr manninum með nektarmyndum af manninum sem þeir hafa komist yfir. Mun samkvæmt heimildum Vísis hafa verið stofnaður sérstakur Instagram-reikningur í gær þar sem myndirnar voru birtar. Var gengið svo langt að bæta fjölda Vestmannaeyinga við fylgjendahópinn til að vekja athygli á myndunum. Auk þess var kærasta hans nafngreind á aðganginum sem var eytt af Instagram eftir að hafa verið í loftinu í nokkrar klukkustundir í gær. Maðurinn er miður síns vegna málsins og hefur legið þungt á honum í sumar. Steininn tók úr með birtingu og dreifingu Instagram-síðunnar í gær.Færist í aukana Lögreglan bendir í Fésbókarfærslu sinni á að netglæpir séu að færast í aukana alls staðar í heiminum og að þeim mun fjölga mikið á næstu ærum samkvæmt upplýsingum frá Europol. „Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti. Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og allskyns hótunum. Komist óprúttnir aðilar til dæmis yfir nektarmyndir af fólki er algengt að þær séu notaðar í þeim tilgangi að svíkja út úr því fé eða neyða fólk til ýmissa athafna,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir jafnframt að tæknin sé komin til að vera en mikilvægt sé að fólk kunni að umgangast hana. „Þá er lykilatriði að allir geri sér grein fyrir, ungir sem aldnir, að dreifing á myndum sem sýna fólk á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og liggur fangelsisrefsing við slíkum brotum. Þeir sem verða fyrir slíkum brotum er bent á að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu.“ Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri, íbúi í Vestmannaeyjum, hefur leitað til lögreglu vegna kynferðisbrots á hendur sér og fjársvika. Lögreglan vildi ekki staðfesta þetta í samtali við Vísi í gær en greinir frá því á Facebook-síðu sinni að kynferðisbrot og fjársvik hafi verið kærð og séu til rannsóknar. Samkvæmt heimildum Vísis snýr brotið meðal annars að birtingu nektarmynda af manninum í óþökk hans á samfélagsmiðlum. Er það í samræmi við það sem fram kemur hjá lögreglunni að um sé að ræða ólöglega dreifingu á nektarmyndum. Munu óprúttnir aðilar, mögulega frá Austur-Evrópu, vera að reyna að kúga fé út úr manninum með nektarmyndum af manninum sem þeir hafa komist yfir. Mun samkvæmt heimildum Vísis hafa verið stofnaður sérstakur Instagram-reikningur í gær þar sem myndirnar voru birtar. Var gengið svo langt að bæta fjölda Vestmannaeyinga við fylgjendahópinn til að vekja athygli á myndunum. Auk þess var kærasta hans nafngreind á aðganginum sem var eytt af Instagram eftir að hafa verið í loftinu í nokkrar klukkustundir í gær. Maðurinn er miður síns vegna málsins og hefur legið þungt á honum í sumar. Steininn tók úr með birtingu og dreifingu Instagram-síðunnar í gær.Færist í aukana Lögreglan bendir í Fésbókarfærslu sinni á að netglæpir séu að færast í aukana alls staðar í heiminum og að þeim mun fjölga mikið á næstu ærum samkvæmt upplýsingum frá Europol. „Almenningur þarf að vera á varðbergi gagnvart ýmis konar netglæpum en mikið af skipulagðri glæpastarfsemi fer fram með þessum hætti. Algengt er að reynt sé að svíkja fé út úr fólki með blekkingum og allskyns hótunum. Komist óprúttnir aðilar til dæmis yfir nektarmyndir af fólki er algengt að þær séu notaðar í þeim tilgangi að svíkja út úr því fé eða neyða fólk til ýmissa athafna,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar segir jafnframt að tæknin sé komin til að vera en mikilvægt sé að fólk kunni að umgangast hana. „Þá er lykilatriði að allir geri sér grein fyrir, ungir sem aldnir, að dreifing á myndum sem sýna fólk á kynferðislegan eða klámfenginn hátt er brot á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga og liggur fangelsisrefsing við slíkum brotum. Þeir sem verða fyrir slíkum brotum er bent á að tilkynna slíkt tafarlaust til lögreglu.“
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira