Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2017 16:00 Góðar samfelldar langtímamælingar hafa verið gerðar á mælireitnum við Veðurstofuna frá 1973. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar. Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar.
Skipulag Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira