Engar áhyggjur þrátt fyrir 262 markalausar mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2017 06:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir sækir að leikmanni Spánar. vísir/epa Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kvaðst ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í markalausa jafnteflinu gegn því spænska í gær. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og hátt tempó. Við settum þær undir gríðarlega pressu og þær náðu litlum sem engum takti í sínum sóknarleik. En þær voru alltaf hættulegar þegar þær komust inn á síðasta þriðjunginn,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum að taka þær að mestu út úr sínum leik. Svo var mjög gott að sjá að við náðum að laga þá hluti sem við ætluðum að laga inni í þessu kerfi eftir Japansleikinn. Við vildum gefa þessu einn leik í viðbót,“ sagði Freyr og vísaði þar til leikkerfisins 3-4-3 sem hann notaði bæði gegn Japan og Spáni. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðbik seinni hálfleiks í leiknum í gær en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem var líklega rangur dómur að mati Freys. „Maður er ótrúlega sáttur með frábæra frammistöðu en ég hefði viljað vinna. Við skoruðum geggjað mark sem var líklega löglegt,“ sagði Freyr. Hann segist ekki hafa áhyggjur af markaleysinu á Algarve-mótinu en Ísland hefur ekki skorað í 262 mínútur, eða frá því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði metin í 1-1 á 8. mínútu gegn Noregi í fyrsta leik mótsins. „Gegn Japan vorum við að spila við betra lið og náðum ekki að fóta okkur nægilega vel á löngum köflum. Það er ekkert sérstakt sem vantar, ég hef engar áhyggjur þótt við höfum bara skorað þarna snemma í fyrsta leik,“ sagði Freyr og bendir á að helstu markaskorarar íslenska liðsins séu ekki með eða hafi lítið spilað á Algarve-mótinu. „Auðvelda skýringin er að Dagný [Brynjarsdóttir] og Margrét Lára [Viðarsdóttir] hafa lítið spilað og Harpa [Þorsteinsdóttir] og Hólmfríður [Magnúsdóttir] eru ekki með. Þetta svarar sér eiginlega sjálft. Þetta eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörkin okkar síðasta eitt og hálfa árið,“ sagði Freyr Alexandersson að lokum. Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, kvaðst ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í markalausa jafnteflinu gegn því spænska í gær. „Þetta var mjög skemmtilegur leikur og hátt tempó. Við settum þær undir gríðarlega pressu og þær náðu litlum sem engum takti í sínum sóknarleik. En þær voru alltaf hættulegar þegar þær komust inn á síðasta þriðjunginn,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við náðum að taka þær að mestu út úr sínum leik. Svo var mjög gott að sjá að við náðum að laga þá hluti sem við ætluðum að laga inni í þessu kerfi eftir Japansleikinn. Við vildum gefa þessu einn leik í viðbót,“ sagði Freyr og vísaði þar til leikkerfisins 3-4-3 sem hann notaði bæði gegn Japan og Spáni. Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði um miðbik seinni hálfleiks í leiknum í gær en markið var dæmt af vegna rangstöðu, sem var líklega rangur dómur að mati Freys. „Maður er ótrúlega sáttur með frábæra frammistöðu en ég hefði viljað vinna. Við skoruðum geggjað mark sem var líklega löglegt,“ sagði Freyr. Hann segist ekki hafa áhyggjur af markaleysinu á Algarve-mótinu en Ísland hefur ekki skorað í 262 mínútur, eða frá því Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir jafnaði metin í 1-1 á 8. mínútu gegn Noregi í fyrsta leik mótsins. „Gegn Japan vorum við að spila við betra lið og náðum ekki að fóta okkur nægilega vel á löngum köflum. Það er ekkert sérstakt sem vantar, ég hef engar áhyggjur þótt við höfum bara skorað þarna snemma í fyrsta leik,“ sagði Freyr og bendir á að helstu markaskorarar íslenska liðsins séu ekki með eða hafi lítið spilað á Algarve-mótinu. „Auðvelda skýringin er að Dagný [Brynjarsdóttir] og Margrét Lára [Viðarsdóttir] hafa lítið spilað og Harpa [Þorsteinsdóttir] og Hólmfríður [Magnúsdóttir] eru ekki með. Þetta svarar sér eiginlega sjálft. Þetta eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest mörkin okkar síðasta eitt og hálfa árið,“ sagði Freyr Alexandersson að lokum.
Fótbolti Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira