Krefjast þess að dómari verði sviptur embætti eftir umdeild ummæli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. mars 2017 23:05 Mynd úr safni. vísir/getty Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Hátt í fjörutíu þúsund manns hafa ritað nafn sitt á lista þar sem þess er krafist að kanadískur héraðsdómari verði sviptur embætti. Ástæðan er að dómarinn sýknaði karlmann, leigubílstjóra, af kynferðisbroti á grundvelli þess að „ölvaðir geti augljóslega veitt samþykki sitt“.Fram kemur á vef Guardian að maðurinn hafi verið sakaður um að hafa nauðgað konu á þrítugsaldri í leigubíl sínum árið 2015. Lögreglan kom að konunni hálfnaktri og áfengisdauðri í aftursæti leigubílsins. Maðurinn var þá ber að neðan í framsætinu með fatnað konunnar í fanginu. DNA konunnar fannst á efri vör mannsins sem var búinn að renna niður buxnaklaufinni og illa girtur. Konan sagðist fyrir dómi lítið sem ekkert muna eftir kvöldinu. Kvaðst hún muna eftir að hafa drukkið þrjá drykki; tvö tekílaskot og kokteil á skemmtistað í miðbænum, en fátt annað. Áfengismagn í blóði hennar var þrefalt hærra en leyfilegt er við akstur. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Dómarinn, Gregory Lenehan, sagði að þrátt fyrir að enginn vafi leiki á því að konan hafi verið drukkin þá verði niðurstaðan að ráðast af því hvort konan hafi veitt samþykki fyrir samræðinu eða ekki. Bætt hann við að honum hugnaðist ekki að konurnar í sínu lífi fengu far með leigubílstjóranum. „Manneskja getur ekki veitt samþykki ef hún er meðvitundarlaus eða ef hún er undir það miklum áhrifum áfengis eða vímuefna að hún áttar sig ekki á aðstæðum,“ sagði Lenehan. „Það þýðir hins vegar ekki að manneskja undir áhrifum geti ekki samþykkt kynferðislegar athafnir. Augljóslega getur ölvaður einstaklingur veitt samþykki sitt.“ Þá sagði hann minnisleysi ekki jafngilda neitun. Málið hefur vakið mikla reiði í Kanada og þegar hafa verið skipulagðar tvær mótmælagöngur í landinu.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira