Birta gögn sem eiga að sýna hvernig CIA hakkaði sig inn í síma, tölvur og sjónvörp Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2017 19:30 CIA á að hafa hlerað almenning í gegnum iPhone, Android og Samsung-sjónvörp. Vísir/EPA Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Uppljóstrunarsamtökin Wikileaks hefur birt gögn sem eru sögð sýna hvernig leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, njósnar um almenning. Er lekinn nefndur Vault 7: CIA Hacking Tools Revealed Um er að ræða spilliforrit sem er beint að öllum helstu stýrikerfum, þar á meðal Windows, Android, iOS, OSX og Linux. Veita þessi spilliforrit leyniþjónustunni því aðgang að tölvum og símum almennings.Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC segir CIA hafa hannað eitthvað af þessum forritum en tekið er fram að breska leyniþjónustan hafi tekið þátt í að þróa njósnabúnað sem veitir aðgang að Samsung-sjónvörpum. BBC segir talskonu CIA ekki hafa viljað tjá sig um málið.Snowden segir lekann stórmál Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem sjálfur hefur lekið upplýsingum um hvernig bandaríska þjóðaröryggisstofnunin NSA hleraði almenning, segir þennan leka Wikileaks vera stórmál. Wikileaks segir þann sem kom þessum upplýsingum á framfæri hafa viljað opna umræðu um hvort CIA hafi farið fram úr sér þegar kemur að njósnum um almenning.Notuðu sjónvörpin til að hlera samtöl Í gögnum er greint frá því að sú aðgerð CIA að reyna að komast inn í Samsung-sjónvörp hafi verið nefnd Weeping Angel. Á CIA að hafa hannað forrit sem lætur líta út fyrir að slökkt sé á sjónvarpinu. Þannig á CIA að geta tekið upp hljóð úr sjónvarpinu án þess að eigendurnir verða þess varir. Um leið og þeir kveiktu aftur á sjónvarpinu sendi forritið þessar upptökur til CIA-gagnvera. Wikileaks heldur því einnig fram að CIA hafi nýtt sér öryggisgalla í Android-símum og þannig geta komist í samtöl sem áttu sér stað á Whatsapp, Signal, Telegram og Weibo. Þá á CIA einnig að hafa náð að lesa smáskilaboð með þessum hætti.Sérhæfður hópur til að komast í iPhone Því er einnig haldið fram að CIA hafi sett af stað sérhæfðan hóp sem átti að komast í iPhone-síma og iPad-spjaldtölvur, þannig að hægt væri að sjá nákvæma staðsetningu eigenda slíkra tækja, kveikja á myndavélum og hljóðnemum þeirra og lesa texta skilaboð. Þá kemur einnig fram að CIA hafi reynt að finna leiðir til að komast inn í tölvukerfi bíla. CIA á einnig að hafa fundið leið til að komast inn í tölvur sem voru ekki tengdar við internetið eða önnur kerfi. Það á að hafa verið gert með því að fela gögn í myndum og öðrum skjölum. CIA mun einnig hafa hannað búnað sem átti að komast inn í tölvutæki í gegnum vírusvarnir þeirra. Wikileaks segir þennan leka vera þann fyrsta af mörgum um þær aðferðir sem CIA notar til að njósna. Wikileaks bendir á að þessar upplýsingar hafi farið á milli tölvuhakkara sem áður unnu fyrir bandarísk yfirvöld.Still working through the publication, but what @Wikileaks has here is genuinely a big deal. Looks authentic.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 If you're writing about the CIA/@Wikileaks story, here's the big deal: first public evidence USG secretly paying to keep US software unsafe. pic.twitter.com/kYi0NC2mOp— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 The CIA reports show the USG developing vulnerabilities in US products, then intentionally keeping the holes open. Reckless beyond words.— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Why is this dangerous? Because until closed, any hacker can use the security hole the CIA left open to break into any iPhone in the world. https://t.co/xK0aILAdFI— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017 Evidence mounts showing CIA & FBI knew about catastrophic weaknesses in the most-used smartphones in America, but kept them open -- to spy. https://t.co/mDyVred3H8— Edward Snowden (@Snowden) March 7, 2017
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira